Úrval - 01.12.1942, Síða 66
Reykingar eru vanaathöfn,
sem hægt er að trufla —
Viljið þér hœtta að reykja?
Grein úr „Your Life“
eftir Henry C. Link.
XTÆSTUM því allir reykinga-
A ' menn reka sig fyrr eða
síðar á það, að reykingarnar eru
ekki sjálfráð athöfn, heldur
vani, og að þessi vani er senni-
lega skaðlegur. Þeir reyna því
að losa sig við hann, en vita
ekki, hvernig þeir eiga að fara
að því. Þeir glíma við þenna löst,
stundum af hálfum huga og
stundum í fyllstu alvöru — en
án árangurs. Sjálfstjórn þeirra
er lömuð af völdum vanans.
Dag hvern, árum saman, hefir
reykingamaðurinn framkvæmt
sömu athafnir í sömu röð, án
þess að gera sér ljóst, að það
var að verða honum ósjálfrátt,
að hann var að fullkomna keðju
vanahreyfinga, skapa óviðráð-
anlegar hræringar tauga og
vöðva. Þetta byrjar þannig, að
hann tekur upp pakkann, nær í
sigarettu, þjappar hana, setur
hana milli varanna, kveikir á
eldspýtu, sogar að sér fyrsta
reyknum — o. s. frv., þar til
hann hendir stubbnum í ösku-
bakkann. Hver einasta siga-
retta, sem reykt er, skapar sömu
röð athafna og viðbrigða, er
hefjast sjálfkrafa og halda
áfram af sjálfsdáðum — oft án
þess að reykingamaðurinn hafi
hugmynd um. Hann er eins og
nokkurs konar gervimaður, sern
hlýðir umyrðalaust skipunum
ósýnilegs stjórnanda.
Getur hann gert nokkuð tii
þess að ráða bót á þessu?
Bak við þessa spurningu er
falinn þýðingarmikill þáttur
sálfræðinnar, því að reykinga-
vaninn er aðeins eitt dæmi úr
þeirri grein hennar, er fjallar
um myndun vana, og hvernig
hann verði yfirunninn.
Á síðasta áratug hafa siga-
rettureykingar í Bandaríkjun-
um aukizt úr 106 biljónum i 162
biljónir á ári. Um 60% af karl-
mönnum og 25% af konum
reykja nú að staðaldri. Meða.1-
neyzla karlmanna er 20 sigarett-