Úrval - 01.12.1942, Side 70
68
ÚRVAL
Þegar ég var í skóla, hafði
lífeðlisfræðin okkar að geyma
aðvörun gegn neyzlu víns og
tóbaks. Hitt er mér ókunnugt
um, að nokkuð sé gert til að
fræða börn í barnaskólum um
einföldustu atriði vanamyndana
og hvernig sigrast megi á þeim.
Hvort sem reykingar eru æski-
legar eða ekki, ætti að kynna
börnum eðli vanans, áður en
þau ávinna sér hann
s j á 1 f. Uppeldiskerfi okkar
hefir einbeitt sér að því að auka
andlegan þroska, en hefir látið
sig litlu skipta fræðslu um
myndun og lagfæringu vana-
athafna.
«3»
Brét' til jómírúar.
Gömul piparjómfrú var mjög hreykin af bréfum, sem hún
átti frá frægum mönnum og hafði mikla ánægju af að sýna
vinum sínum þau. Þótt hún hefði aldrei hitt leikritahöfundinn
Moss Hart, hélt hún áfram að skrifa honurn og biðja hann um
að skrifa sér smábréf til þess að bæta við safn sitt. Að lokum
lét hann undan þessu kvabbi hennar og sendi henni eftirfar-
andi bréf:
„Til Mildred frá Moss Hart — til endurminningar urn hina
yndislegu daga, er við hvíldum i örmum hvors annars á Miami."
— Elinor Rice.
co
Heimilislækiiirinn og sérfræðingurinn.
Ungur læknir kom í heimsókn til fæðingarþorps sins og hitti
að máli gamlan heimilislækni sinn.
„Ég býst við, að þú ætlir að leggja stund á einhverja sér-
grein,“ sagði gamli læknirinn.
„Auðvitað," svaraði ungi læknirinn. „Ég ætla bara að leggja
stund á nefsjúkdóma, of umfangsmikið yrði að taka líka háls-
og eyrnasjúkdóma."
Þá spurði gamli heimilislæknirinn: „Hvorri nösinni ætlar þú
að helga krafta þína?“
Úr ,,E1 Suplemento“, Portúgal.