Úrval - 01.12.1942, Page 74
72
ÚRVAL
áður en fætur þeirra námu við
hinn rauða jarðveg Krítar, voru
þeir dauðir. Ný-Sjálendingarnir,
sem voru aldrei í betra skapi en
í óðum bardaga, gengu frá einu
tré til annars og skutu um leið
beint frá mjöðminni, án þess að
hafa fyrir því að miða betur.
Eftir hádegið voru fleiri fall-
hlífahermenn látnir svífa til
jarðar, en þegar kveldaði, höfðu
um áttatíu af hverjum hundrað
þeirra verið felldir, særðir eða
teknir til fanga.
En hjá Malemi-flugvellinum
'tókst nokkurum hundruðum
Þjóðver ja að búa um sig í þorn-
uðum árfarvegi, bak við
sprengjuvörpur og hríðskota-
byssur, sem þýzku flugvélarnar
höfðu varpað niður til þeirra.
Bretar gátu ekki skotið á þá
með þeim fáu fallbyssum, sem
þeir höfðu, og reyndu að hrekja
þá úr stöðvum þeirra á annan
hátt, en tókst það ekki. Þessir
fallhlífahermenn, sem síðan
barst liðsauki, nokkur hundruð
manns, er voru látnir svífa ná-
kvæmlega ofan í árfarveginn,
gátu haldið flugvellinum nógu
lengi til þess að flutningaflug-
vélar gætu flutt þangað þúsund-
ir hermanna.
Um hádegi þenna fyrsta dag
voru Þjóðverjar búnir að gera
fangelsi eyjunnar og sjúkra-
tjöldin fyrir utan Kanea að
aðalbækistöðvum sínum. Sam-
kvæmt fyrirmælum, sem Bretar
fundu á þýzkum föngum, var
svo lagt fyrir fallhlífahermenn-
ina, að þeir skyldu taka sjúkra-
húsið fyrst af öllu og á landa-
bréfum þeirra var það merkt
sem „brezkar herbúðir". Annað
hvort hafa þýzku flugmennirnir
ekki getað séð stóru, rauðu
krossana á tjöldunum, eða þeir
hafa grunað Breta um að láta
vopnað lið leynast þar undir
merki Rauða-krossins.
Snemma í árásinni báru Bret-
ar Þjóðverja þeim sökum, að
fallhlífahermenn þeirra væri í
brezkum einkennisbúningum. —
Sannleikurinn var sá, að því er
þrír brezkir hermenn sögðu
mér, sem vissu, hvernig í öllu
lá, að Þjóðverjar óttuðust aug-
sýnilega, að Ný-Sjálendingar
mundu koma með miklu liði aft-
ur til sjúkratjaldanna og þess
vegna iétu þeir alla brezku
sjúklingana, sem gátu gengið,
fara á undan sér, er þeir héldu
til þorps eins uppi í fjöllunum,
þar sem þeir munu hafa átt að
hitta fleiri fallhlífahermenn.
Þeir létu þannig hina særðu