Úrval - 01.12.1942, Síða 76
74
T7RVAL
en Þjóðverjar hirtu ekkert um
manntjón eða hergagna. Hver
ílugvélin af annarri kom, skil-
aði farmi sínum og fór af stað
aftur eins fljótt og hægt var,
oft með særða hermenn innan-
borðs. Þegar kveldaði, höfðu
nokkur þúsund Þjóðverjar kom-
ið sér fyrir í víglínu, sem náði
fjóra eða fimm kílómetra aust-
ur fyrir flugvöllinn.
Þessa nótt fengu þeir, sem
voru niður við sjó, ágætt tæki-
færi til að sjá brezka flotann
við hernaðaraðgerðir. Silfur-
fingur leitarljósanna þreifuðu
uppi urmul af litlum, grískum
seglskútum og strandferðaskip-
um, sem Bretar höfðu haft
njósnir af að væri á leiðinni til
Krítar. Fallbyssurnar blossuðu
og íkveikjusprengjurnar geist-
ust um loftið, eins og glóandi
eldhnettir. Leitarljósin fundu
hvern bátinn á fætur öðrum og
fallbyssurnar hófu raust sína.
Að lokum var leitarljósunum
brugðið í hring yfir hafflötinn:
ekkert sást nema tvö brennandi
skip og úr öðru þeirra gusu upp
reyksúlur af sífelldum spreng-
ingum.
Næsta morgun var sjór lá-
dauður og hvergi sást nokkurt
■merki lífs á honum, svo langt
sem augað eygði. Ég efast um,
að meira en einn tugur af mönn-
unum á innrásarskipunum hafi
komizt lífs af.
Bretar gerðu gagnáhlaup við
Malemi í dögun þriðja dagsins.
Þjóðverjar voru búnir að koma
sér fyrir í húsunum, en Ný-
Sjálendingarnir gerðu áhlaup
með byssustingjum, vélbyss-
um og handsprengjum, og Ma-
oríarnir meðal þeirra ráku upp
hin ægilegu heróp sín, svo að
mönnum, er á hlýddu, rann kalt
vatn milli skinns og hörunds.
Ný-Sjálendingar héldu áfram
áhlaupum sínum og tóku hvert
húsið af öðru, unz þeir voru
búnir að taka allt þorpið. Þá
var kominn bjartur dagur og
með dagsbirtunni komu þýzku
flugvélarnar. Steypiflugvélarn-
ar héldu uppi æðisgengnari
loftárásum en nokkuru sinni
fyrr. Þegar komið var fram
yfir hádegi, voru flugvélar
Þjóðverja farnar að nota flug-
völlinn á nýjan leik og lenti þar
nú ein á hverjum þrem mínút-
um. Fluttu þær um 35,000
menn. Síðan hófu Þjóðverjar
skothríð með fimm og sex
þumlunga sprengjuvörpum, er
voru ef til vill eitthvert hættu-
legasta vopn þeirra. Flugvélar