Úrval - 01.12.1942, Page 77
DUNKIRK MIÐJARÐARHAFSINS
75
þeirra vörpuðu litlum brota-
sprengjum, sem dreifðu sér um
stórt svæði, þegar þær sprungu
og unnu mikið tjón.
Verjendurnir leituðu í hvert
það skjól, sem þeir gátu fundið,
innan um ólífutrén, á ökrunum
eða í skurðunum meðfram veg-
unum.
Þjóðverjar höfðu líka tíma og
flugvélar til að varpa sprengj-
um á óbreytta borgara. Þrjár
aðalborgir eyjunnar — Kanea,
Kandia og Rethymnon — voru
bókstaflega jafnaðar við jörðu
með sprengjuregni, sem var
dembt yfir þær með stærðfræði-
legri nákvæmni.
Eftir tólf daga harða bar-
daga — hörðustu návígisbar-
daga þessa stríðs — hófst brott-
flutningur liðsins frá Krít.
Ástralíumenn, Ný-Sjálendingar
og Englendingar hófu gönguna
suður yfir fjöllin til strandar-
innar, þar sem brezku skipin
biðu þeirra. Ganga þeirra var
eins og höfrungahlaup. Ein
sveit varðist um hríð, en er hún
hörfaði, tók næsta sveit við
vörn undanhaldsins og svo koll
af kolli. Leiðin lá í sífellu upp
og niður fjallahlíðar, oftast
snarbrattar og alltaf hættuleg-
ar. Fyrstu dagana gerðu menn
að gamni sínu og sungu, en
eftir tvo daga voru menn þreytt-
ir og þögulir. En undir lokin
hættu Þjóðverjar loftárásum
sínum að miklu leyti, vegna
þess, hve mikið tjón þeir höfðu
beðið.
Aðfaranótt 2. júní var liðið
flutt á brott á tundurspillum,
sem lágu við akkeri rétt undan
hinni litlu hafnarborg Sphakia.
Þegar síðasti báturinn lét frá
landi, börðust enn þá hundruð,
ef til vill þúsundir manna, uppi
í fjöllunum. Sumir höfðu gerzt
sjálfboðaliðar til að verja und-
anhaldið, en aðrir vissu vafa-
laust ekkert um að brottflutn-
ingur hafði staðið yfir.
Þegar ég skrifa þetta leyn-
ast margir hermenn enn þá hjá
vinveittum bændum, meðan sól
er á lofti, en fara á stúfana, er
dimma tekur og gera setuliði
Itala og Þjóðverja ýmsar skrá-
veifur. Bretar eru ekki búnir að
gleyma þessum mönnum sínum,
því að á hverri nóttu koma kaf-
bátar upp að ströndunum eða
flugbátar setjast þar, til þess að
taka á brott með sér hermenn,
en setja þess í stað á land æfða
skemmdarverkamenn og allt
það, sem þeir þarfnast.
Baráttan heldur áfram.