Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 79
„MILLI MANNS OG HBSTS OG HUNDS . . .“
77
Wilson skruppu til Bandaríkj-
anna og tóku hund Wilsons
með, en hinn ekki. Hundarnir
höfðu ávallt verið beztu vinir.
En þegar mennirnir komu heim
aftur ásamt hundi Wilsons,
virtist seppi Tarkingtons gera
sér ljóst, að fyrrverandi leik-
félagi hans hefði verið í lang-
ferð með húsbóndanum, meðan
hann sjálfur hafði verið neydd-
ur til að sitja um kyrrt í ein-
manalegu hundahúsi. Reiður og
afbrýðisamur réðst hann á
hund Wilsons, og upp frá því
var úti um alla vináttu þeirra
á milli.
Eitt er eftirtektarvert í fari
hunda, en það er tilhneigingin
til að sneypast og verða vand-
ræðalegur. Ég minnist þess, er
ég var dag nokkurn úti að labba
með Badger gamla, að hann tók
á rás eftir kanínu, er hann hélt
vera, en þetta reyndist raunar
pappírsblað, sem fauk í vind-
inum. Þegar hann uppgötvaði
glópsku sína, stanzaði hann og
leit í kringum sig með kindar-
legum svip, til þess að vita,
hvort ég hefði tekið eftir þessu.
Þegar ég hló að honum, skreidd-
ist hann burtu, óumræðilega
aumingjalegur.
I þessu sambandi segir G. J.
Romanes frá hundi einum, sem
þótti afar gaman að veiða flug-
ur, er sátu á gluggarúðu, og
varð hann sýnilega gramur, ef
hlegið var, er honum brást veið-
in. „Eitt sinn,“ segir Romanes,
„skellihló ég í hvert skipti, sem
honum mistókst. Það vildi nú
svo til, að honum heppnaðist
ekki að ná neinni flugu lengi vel,
og varð að lokum svo þreyttur
og sár, að hann þóttist ná einni,
og hagaði sér þá nákvæmlega
eins og um raunveruleika væri
að ræða — kjamsaði og nudd-
aði trýninu við gólfið, til
þess að drepa fórnardýrið, og
leit svo til mín sigri hrósandi.
Þetta var leikið með svo mikl-
um ágætum, að ég hefði áreið-
anlega látið blekkjast, ef ég
hefði ekki tekið eftir því, að
flugan var eftir sem áður í
glugganum. Ég leiddi nú athygli
seppa að þessu, og sömuleiðis
því, að ekkert sást á gólfinu, og
þegar hann sá, að flett hafði
verið ofan af blekkingum hans,
skreið hann undir bekk, dauð-
sneyptur.
Badger hefir lengi haft ein-
kennilegan vana, eða það væri
máske réttara að kalla það
ástríðu, sem ég hefi aldrei getað
skýrt fullkomlega. Ef ég fer að