Úrval - 01.12.1942, Page 80

Úrval - 01.12.1942, Page 80
78 ÚRVAL heiman og skil hann einan eftir í húsinu, er hann viss að þjóta um öll svefnherbergi, stökkva upp í rúmin og róta sængur- fatnaðinum til. Hann stekkur aldrei upp í rúm, ef einhver er heima, en sé hann einn, hraðar hann sér sem mest hann má að framkvæma þessa leyndu ætl- an sína. Það vakir ekki fyrir honum að hvíla sig í rúminu og leggjast þar, þvx að hann dvelzt þar að eins á meðan hann er að umturna öilu. Ekki er hann heldur að leita að mér, því að hann hefir séð mig ganga út úr húsinu. Getur það verið, að hann taki upp á þessu í hefnd- arskyni fyrir að vera skilinn einn eftir? Honum er Ijóst í hvert sinn, að hann er að fremja óhæfu og að hann muni hljóta refsingu fyrir. Samt sem áður er þráin, sem knýr hann til að gera þetta svo sterk, að hann vill heldur vera með samvizku- bit, það sem eftir er dagsins, en að standast freistinguna. Þegar ég kem inn eftir stutta útivist, kemur Badger venjulega hlaup- andi til dyra og fagnar mér með gleðilátum. Ef hann gerir það ekki, veit ég, að hann hefir ver- ið einn í húsinu og skammast sín fyrir að hafa látið fallast í freistni. Ég kalla þá á hann, og loksins drattast hann til mín, skömmustulegur og með lafandi rófu. Það hefir reynzt árang- urslaust, að reyna að venja hann af þessum ósið. Ég stóð hann eitt sinn að verki, er ég bjó í smákofa í Maineskógi. Ég borðaði að jafnaði hjá nágranna. mínum, er bjó í öðrum kofa skammt frá, og skildi þá Badger eftir heima. Oftast var allt á tjá og tundri í rúminu, þegar ég kom aftur. Dag nokkurn fór ég að heiman eins og vant var, en sneri við, læddist að kofanum og gægðist inn um glugga. Badger hoppaði upp í rúmið og byrjaði tætinginn. Þá varð hon- um litið til gluggans og sá mig.. Hann varð fyrst eins og steiní lostinn, en sneyptist síðan burt. En eins og ávallt, er svona stóð á, fylgdist hann með því, að vottur fyrirgefningar sæist í svip mínum, og þegar hann sá að ég brosti, kom hann hlaup- andi til mín eins og sælt barn. Hann hefir lært að meta þá gleði, sem sprettur af iðrun og yfirbót. Hundar eru líkir mönnum í því, að vilja ekki viðurkenna, að þeir séu orðnir gamlir eða sé farið að fara aftur. Badger, sem.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.