Úrval - 01.12.1942, Page 82
Flugvélarnar verða aS leita
æ hærra og hærra.
Dauðinn í háloftunum.
Grein úr „Fortune".
IJERNAÐUR í lofti hefir ver-
* * ið kapphlaup um hæð milli
flugvéla og stórskotaliðs. Það
e'r mjög vafasamt, hvort nokk-
ur flugvél, sem notuð var í
fyrri heimsstyrjöldinni, hafi
geta komizt í meira en 16,000
feta hæð, og yfirleitt var þá
alltaf flogið mjög lágt. Síðan
hefir langdrægi og markvissa
loftvarnabyssna aukizt stórlega.
1 þessari styrjöld hafa flestir
sprengjuleiðangrar og loftbar-
dagar átt sér stað í allt að 30
þús. feta hæð, en síðustu fregnir
herma, að flugvélar sé ekki
lengur öruggar í þeirri hæð yfir
Þýzkalandi, þótt öllu væri þar
óhætt áður. Hinar nýju loft-
varnabyssur Þjóðverja geta
dregið upp í 35,000 feta hæð og
er talið, að þeim sé nær ein-
göngu stjórnað með sjálfvirkum
stuttbylgjumiðunum.
Brezkar flugsveitir, er hafa
verið á flugi í þeirri hæð, sem
áður var talin örugg, hafa nú
orðið fyrir miklu tjóni — þær
flugu ekki nógu hátt. Allt bend-
ir í þá átt, að hernaðarflugvélar
muni framvegis fljúga æ hærra
og hærra.
Flugvélarnar geta þetta.
Hinar langfleygu, amerísku
sprengjuflugvélar geta flogið
hinar rólegustu miklu hærra en
loftvarnabyssur draga og or-
ustuflugvélar geta flogið. Ef
ekki þyrfti annað, mundu þær
geta gert árás á hverja einustu
borg í heimi, án þess að ein ein-
asta flugvél þeirra færist. En í
raun og veru er þetta ekki hægt
— ekki núna að minnsta kosti.
Orsökin er sú, að maðurinn get-
ur ekki lifað, ánþessaðhafanóg
af góðu lofti til að anda að sér.
Flugvélar gátu fyrir löngu flog-
ið miklu hærra, en menn geta
þolað, án þess að stofna heilsu
og lífi í hættu. Það, sem erfið-
ast er við að ná yfirráðum í
lofti, er að afla manna, sem geta
flogið nógu hátt.
Erfiðleikarnir, sem yfirbuga
þarf, þegar hátt er flogið, eru