Úrval - 01.12.1942, Side 83
DAUÐINN 1 HÁLOFTUNUM
81
kuldi, myndun lofttappa í æðum
og hæðarveiki. Mestur þessarra
erfiðleika er sá síðastnefndi
— skortur á súrefni. Þegar
komið er upp í 15,000 feta
hæð, fer að draga af mönnum,
sem hafa ekki súrefnisgrímur til
að vernda sig með, í 18,000 feta
hæð eru þeir í hættu staddir,
einhvers staðar milli 18,000 og
26,000 feta fara þeir að missa
meðvitund. I 25,000 feta hæð
deyja menn af súrefnisskorti á
tuttugu eða þrjátíu mínútum.
Súrefnisgrímur koma að haldi
upp í 35,000 feta hæð — og
þangað draga loftvarnabyssur
þegar. Hinn bezti flugmaður,
sem andar að sér alveg hreinu
súrefni, er ekki öruggur um líf
sitt og heilsu, þegar hann er
kominn upp fyrir 37,000 feta
hæð.
Undarlegasta einkenni hæðar-
veiki er það, hve flugmanninn
grunar lítt í hverri hættu hann
er staddur. Satt að segja líður
sumum mönnum því betur sem
þeir fá sterkari aðkenningu af
þessu. „Ekkert getur verið eins
skaðlegt og um leið orsakað
jafnlitla líkamlega vanlíðan,“
segir Harry G. Armstrong,
major, sem er sá læknir hersins,
er hefir mest og bezt kynnt sér
sjúkdóma, er flugmönnum hætt-
ir til að fá.
Prægasta frásögn, sem til er
um áhrifin af veru hátt í lofti,
var rituð fyrir um það bil 70 ár-
um, af franska veðurfræðingn-
um Tissandier. Hann fór upp í
loftbelg ásamt tveim mönnum
öðrum. Þeir höfðu meðferðis
súrefni, en fundu ekki til neinn-
ar vanlíðunar og láðist því að
nota það nógu snemma. Félagar
Tissandiers létust, en hann
skrifaði á þessa leið um það, er
fyrir hann kom í þessari minnis-
stæðu ferð:
,,Ég kem nú að því, þegar við
vorum yfirbugaðir vegna þess,
hve mjög hafði dregið úr loft-
þrýstingnum. I 22,900 feta hæð
varð ég allt í einu gripinn deyfð
og sinnuleysi. Ég skrifaði samt
sem áður, enda þótt ég geti ekki
munað það greinilega, að ég
hafi gert það. Þegar komið er
upp í 24,000 feta hæð, er maður
gripinn af ótrúlegri deyfð. Mað-
ur þjáist ekkert og hugsar ekk-
ert um hættur. Þvert á móti
finnur maður til einhverrar
gleði með sjálfum sér. Maður
hækkar í loftinu og er því
feginn. I 26,000 feta hæð var ég
svo máttfarinn, að ég gat ekki
einu sinni snúið höfðinu til þess