Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 84
82
ÚRVAL
-að horfa á félaga mína. Mig
íangaði til að kalla, en tunga
mín var máttlaus. Allt í einu féll
ég aflvana um koll og gleymdi
•öllu umhverfis mig.“
Einkenni hæðarveiki eru mjög
lík einkennum ölvunar. Sjón og
heyrn hrakar mjög og yfirleitt
dofna skilningarvitin og stjórn-
in á vöðvunum. Auk þess koma
í ljós sams konar andleg ein-
kenni og hjá drukknum manni.
Flugmaðurinn verður annað
hvort daufur og sljór, eða hann
verður ofsaglaður og kátur og
finnst hann vera hamingjusam-
ur og líða vel. Er þetta síðara
aigengara. Hvort heldur sem er,
veit hann ekki um hið raunveru-
lega ástand sitt og dómgreindin
fer þverrandi. Á síðasta stiginu,
rétt áður en hann missir meðvit-
und og deyr, sækir kannske að
honum hláturskast eðaofsareiði.
Hægasta aðferðin til að kom-
ast í skilning um það, hvað mað-
urinn þolir, fæst með því að at-
huga lofthjúpinn, sem er utan
um jörðina í allt að hundrað
mílna f jarlægð. Loftið er saman-
sett af súrefni, köfnunarefni og
sjaldgæfari lofttegundum, í
sömu hlutföllum í hvaða hæð
sem er. Hins vegar er þrýst-
ímgurinn, sem er 14,7 pund á fer-
þumlung niðri við sjávarflöt,
tæplega einn þriðji af því, þegar
komið er upp í 30,000 feta hæð.
Við sjávarflöt er súrefninu bók-
staflega þrýst í gegnum lungna-
veggina og út í blóðið, sem
dreifir því um allan líkamann.
En eftir því sem lengra dregur
frá jörðu, minnkar þessi þrýst-
ingur og jafnframt þrýstist
minna súrefni út í blóðið og í
mjög mikilli hæð getur það ekki
einu sinni bjargað flugmannin-
um, þótt hann andi að sér ein-
tómu súrefni.
Þverrandi þrýstingur hefir
einnig önnur áhrif. Við 18,000
feta hæð fara að myndast í
mænuvökvanum bólur af köfn-
unarefni og öðrum lofttegund-
um og í 30,000 feta hæð fara
þessar loftbólur að myndast í
blóðinu sjálfu. Þetta eru loft-
tappar í æðum, og líkist þeim
sjúkdómi, er þjáir kafara og
menn, sem vinna við að grafa
jarðgöng — en stafar hjá þeim
af of háum loftþrýstingi. Ef
flugmaðurinn lækkar ekki flug-
ið, þegar hann verður fyrst var
við einkenni loftmyndunarinn-
ar, þá getur hann lamazt af
henni og jafnvel beðið bana.
Önnur afleiðing of lágs loft-
þrýstings er sú, að lofttegundir