Úrval - 01.12.1942, Page 86
84
ÚRVAL
en 30,000 fet. Nú er þeim ekki
óhætt nema þær fljúgi enn
hærra (5000 fetum), og verða
brátt að fara enn hærra en svo,
að súrefnisgrímur komi að
haldi, og þá verða þrýstiklefar
ef til vill eina lausnin.
Eitt af erfiðustu viðfangsefn-
unum er að halda hita á flug-
mönnunum og þangað til það er
leyst, verða þeir að berjast í
kulda. í 20,000 feta hæð er 25
stiga frost á Celsius og þegar
komið er upp í 30,000 fet, þá er
frostið orðið næstum því 45 stig.
Armstrong major, sem getið
var hér að framan, hefir komizt
að því, að þegar farið er að
frjósa og flugmaðurinn verður
að vera í vetrarklæðum og með
þykka hanzka áhöndum,minnk-
ar afkastageta hans um fimmta
hluta, en þegar komið er upp í
40 stiga frost verður hún að-
eins um 13% af hinni venjulegu
afkastagetu. Þegar slíkur hel-
kuldi er, hættir flugmanninum
til að verða mjög þunglyndur
og bölsýnn, missir áhugann
fyrir starfi sínu og jafnvel fyrir
lífinu sjálfu.
Enn þá hefir engin nothæf að-
ferð fundizt til að hita hernað-
arflugvélar. Rúðum upphitaðrar
flugvélar hættir til að héla, svo
að flugmaðurinn sér ekkert út.
Þó að flugmaðurinn klæði sig-
eins mikið og honum er unnt
geta þau föt aðeins haldið á hon-
um hita, meðan frostið úti fyrir
er ekki meira en 18 stig. Fatnað-
ur, sem er hitaður með raf-
magni, er fullnægjandi í hvaða
hæð sem er, en hann krefst
orku. Hitaður fatnaður hefir
verið notaður innan vissra tak-
marka í Evrópu.
Eins og nú standa sakir er að
líkindum bezt að auka flughæð-
ina með því að velja flugmenn-
ina. Menn þola flug hátt í lofti
mjög mismunandi og með nógu
vönduðu vali flugmannanna ætti
að vera hægt að koma á fót
sveit hæfra háloftsflugmanna.
Þjóðverjar hafa þegar gert
þetta, því að áður en styrjöldin
hófst, settu heilbrigðisyfirvöld-
in á stofn um tvær tylftir rann-
sóknarstofa til að athuga, hvaða
flugmenn þyldu að fara upp í
sérstaklega mikla hæð með því
að setja þá í klefa, þar sem
hægt var að hafa hvaða loft-
þrýsting sem vera skyldi, svo að
þeir ,gæti fengið smjörþefinn af
því, hvað það væri að fara
svona hátt. Læknar ameríska
flugliðsins hafa einnig útbúið
sams konar athugunarstöðvar.