Úrval - 01.12.1942, Page 86

Úrval - 01.12.1942, Page 86
84 ÚRVAL en 30,000 fet. Nú er þeim ekki óhætt nema þær fljúgi enn hærra (5000 fetum), og verða brátt að fara enn hærra en svo, að súrefnisgrímur komi að haldi, og þá verða þrýstiklefar ef til vill eina lausnin. Eitt af erfiðustu viðfangsefn- unum er að halda hita á flug- mönnunum og þangað til það er leyst, verða þeir að berjast í kulda. í 20,000 feta hæð er 25 stiga frost á Celsius og þegar komið er upp í 30,000 fet, þá er frostið orðið næstum því 45 stig. Armstrong major, sem getið var hér að framan, hefir komizt að því, að þegar farið er að frjósa og flugmaðurinn verður að vera í vetrarklæðum og með þykka hanzka áhöndum,minnk- ar afkastageta hans um fimmta hluta, en þegar komið er upp í 40 stiga frost verður hún að- eins um 13% af hinni venjulegu afkastagetu. Þegar slíkur hel- kuldi er, hættir flugmanninum til að verða mjög þunglyndur og bölsýnn, missir áhugann fyrir starfi sínu og jafnvel fyrir lífinu sjálfu. Enn þá hefir engin nothæf að- ferð fundizt til að hita hernað- arflugvélar. Rúðum upphitaðrar flugvélar hættir til að héla, svo að flugmaðurinn sér ekkert út. Þó að flugmaðurinn klæði sig- eins mikið og honum er unnt geta þau föt aðeins haldið á hon- um hita, meðan frostið úti fyrir er ekki meira en 18 stig. Fatnað- ur, sem er hitaður með raf- magni, er fullnægjandi í hvaða hæð sem er, en hann krefst orku. Hitaður fatnaður hefir verið notaður innan vissra tak- marka í Evrópu. Eins og nú standa sakir er að líkindum bezt að auka flughæð- ina með því að velja flugmenn- ina. Menn þola flug hátt í lofti mjög mismunandi og með nógu vönduðu vali flugmannanna ætti að vera hægt að koma á fót sveit hæfra háloftsflugmanna. Þjóðverjar hafa þegar gert þetta, því að áður en styrjöldin hófst, settu heilbrigðisyfirvöld- in á stofn um tvær tylftir rann- sóknarstofa til að athuga, hvaða flugmenn þyldu að fara upp í sérstaklega mikla hæð með því að setja þá í klefa, þar sem hægt var að hafa hvaða loft- þrýsting sem vera skyldi, svo að þeir ,gæti fengið smjörþefinn af því, hvað það væri að fara svona hátt. Læknar ameríska flugliðsins hafa einnig útbúið sams konar athugunarstöðvar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.