Úrval - 01.12.1942, Page 93
ANDSTÆÐUR 1 ÞÝZKRI HERSTJÓRN
91
ur taorgarinnar. Brátt tóku þeir
að kalla hann „hinn heilaga eld
frá Kustrin". Einhverju sinni
lét keisarinn svo um mælt, eftir
að hafa komið í herskólann og
haft tal af Bock: „Hann mun
komast langt, en vér skulum
vona, að hann dvelji ávallt
meðal Prússa. Engir aðrir
mundu skilja hann.“
Þegar stríðið skall á árið
1914, hafði Bock öðlazt höfuðs-
mannstign og gerðist þá með-
limur herráðsins. Hann gegndi
venjulegri herráðsmennsku til
ársins 1917, er hann var, eftir
eigin beiðni, sendur til vígstöðv-
anna sem majór yfir fótgöngu-
liðsdeiid. Bock vann sér tarátt
álit með því að stjórna hverri
dirfskuárásinni eftir aðra á heri
Frakka, og var frammistaða
hans rómuð mjög í stríðstil-
kynningum, en þess látið ógetið,
að eftir tvo mánuði var herdeild
hans að mestu fallin í valinn.
Um þær mundir var honum,
fyrir meðmæli Ludendorffs hers-
höfðingja, sem einnig fór óspart
með mannslífin, veitt „Pour le
Mérite“ orðan. Jafnframt var
hann látin taka upp fyrri stöðu
sína í herráðinu.
Áhrifa Bocks gætti lítið í
landvarnaliðinu eftir stríðið, og
var hann sendur til Austur-
Prússlands sem setuliðsforingi.
Um sama leyti sem heimsþjóð-
irnar voru að koma í kring af-
vopnun Þýzkalands, vakti hann
blöskrun stjórnmálamanna með
því að halda því opinberlega
fram, að styrjaldir væru ekki
aðeins óhjákvæmilegar heldur
og nauðsynlegar til taumhalds
á mannfjölguninni. Hann líkti
þeim við endalausa spila-
mennsku. Einn vinnur í þetta
skipti og annar hitt, en hinn
bragðvísi spilari sér alltaf um
sig. Hann kom einnig á fram-
færi þeirri fjarstæðu kenningu,
að svo framarlega sem jörðin
fái gefið góða uppskeru og alið
manndóm með sér, verði hún
öðru hvoru að vætast í blóði.
Enda þótt afturhaldssinnar
Þýzkalands væru gjarnir á að
skopast að hugmyndum þessa
óbetranlega harðjaxls, bar svo
við, að austurrískur liðþjálfi
gerðist einlægur lærisveinn
hans, og Bock tókst ferð á hend-
ur til Berlínar, samkvæmt sér-
stöku boði, til þess að vera við-
staddur kanzlaravígslu Hitlers,
sem fór fram við grafreit Frið-
riks mikla.
Hefði Bock sýnt meiri stjórn-
lipurð og minni þjösnaskap,