Úrval - 01.12.1942, Page 94
92
ÚRVAL
mundi honum vafalaust hafa
verið falin yfirstjórn þýzka
hersins, sem Hitler tók þá þeg-
að að koma á fót. En það var
hvort tveggja, að hann hafði
svarið keisaranum hollustueið,
og að hann átti erfitt með að
trúa, að hinn fyrrverandi vegg-
fóðrari væri rétti maðurinn til
að skipa sæti Bismarcks. Hann
gat heldur ekki fellt sig við þá
lágstéttarmenn, sem í kjölfar
nazista komust til æðstu virð-
inga. í samkvæmi einu í Berlín,
þegar Hermann Göring gekk
hvatlega til hans og mælti með
miklum kunningjabrag á þá
leið, að þar sem þeir hefðu báðir
verið sæmdir „Pour le Mérite“
orðunni, færi vel á því, að með
þeim tækist góður vinskapur, þá
svaraði Bock þóttalega: „Þessi
ar gerir okkur hvorki herfræði-
leða né þjóðfélagslega jafn-
ingja.“
Dálæti Hitlers á Bock fór
vaxandi, og hann veitti honum
æ meiri forráð. í fyrstu herför
nazista árið 1938, þegar Aust-
urríki var innlimað, stjórnaði
,,Der Sterber11 innrásarhernum.
Skipulagning þessarar mót-
spyrnulausu herferðar var ó-
neitanlega slæm. I Ölpunum
lentu skriðdrekar og flutninga-
vagnar ýmist í illgreiðanlegum
bendum eða hleyptu ofan í fen
og foræði, svo að meginherinn
náði ekki til Vínarborgar í tæka
tíð fyrir hina tilkomumiklu her-
sýningu frammi fyrir sigurveg-
aranum Hitler.
Ári seinna stjórnaði Bock ein-
um fylkingararminum, sem réð-
ist inn í Tékkóslóvakíu. Morg-
unn einn fóru fréttaritarar er-
lendra blaða eldsnemma á fæt-
ur til að vera viðstaddir innreið
hershöfðingjans í smábæinn
Eger á Sudeta-svæðinu. Kapp-
samir nazistar þar um slóðir
höfðu rekið alla íbúana á fætur,
og var aðalgatan í bænum al-
sett þögulum þyrpingum fólks.
Stór herbifreið sveigði hratt inn
á götuna, og öllum til mikillar
undrunar gaf, auk Bocks sjálfs,
einnig að líta son hans, tólf ára
gamlan, klæddan í hásetabúning
og með sama kaldranalega
þóttasvipinn sem faðir hans.
Seinna, þegar Bock var
spurður, hvers vegna hann hefði
haft son sinn í fylgd með sér
á svo hættusamri ferð, svaraði
hann stuttur í spuna: ,,Ég vildi
láta honum skiljast sú fegurð
og fögnuður, sem hermanns-
stöðunni er samfara."
Það var fyrst í Póllandi, þar