Úrval - 01.12.1942, Síða 94

Úrval - 01.12.1942, Síða 94
92 ÚRVAL mundi honum vafalaust hafa verið falin yfirstjórn þýzka hersins, sem Hitler tók þá þeg- að að koma á fót. En það var hvort tveggja, að hann hafði svarið keisaranum hollustueið, og að hann átti erfitt með að trúa, að hinn fyrrverandi vegg- fóðrari væri rétti maðurinn til að skipa sæti Bismarcks. Hann gat heldur ekki fellt sig við þá lágstéttarmenn, sem í kjölfar nazista komust til æðstu virð- inga. í samkvæmi einu í Berlín, þegar Hermann Göring gekk hvatlega til hans og mælti með miklum kunningjabrag á þá leið, að þar sem þeir hefðu báðir verið sæmdir „Pour le Mérite“ orðunni, færi vel á því, að með þeim tækist góður vinskapur, þá svaraði Bock þóttalega: „Þessi ar gerir okkur hvorki herfræði- leða né þjóðfélagslega jafn- ingja.“ Dálæti Hitlers á Bock fór vaxandi, og hann veitti honum æ meiri forráð. í fyrstu herför nazista árið 1938, þegar Aust- urríki var innlimað, stjórnaði ,,Der Sterber11 innrásarhernum. Skipulagning þessarar mót- spyrnulausu herferðar var ó- neitanlega slæm. I Ölpunum lentu skriðdrekar og flutninga- vagnar ýmist í illgreiðanlegum bendum eða hleyptu ofan í fen og foræði, svo að meginherinn náði ekki til Vínarborgar í tæka tíð fyrir hina tilkomumiklu her- sýningu frammi fyrir sigurveg- aranum Hitler. Ári seinna stjórnaði Bock ein- um fylkingararminum, sem réð- ist inn í Tékkóslóvakíu. Morg- unn einn fóru fréttaritarar er- lendra blaða eldsnemma á fæt- ur til að vera viðstaddir innreið hershöfðingjans í smábæinn Eger á Sudeta-svæðinu. Kapp- samir nazistar þar um slóðir höfðu rekið alla íbúana á fætur, og var aðalgatan í bænum al- sett þögulum þyrpingum fólks. Stór herbifreið sveigði hratt inn á götuna, og öllum til mikillar undrunar gaf, auk Bocks sjálfs, einnig að líta son hans, tólf ára gamlan, klæddan í hásetabúning og með sama kaldranalega þóttasvipinn sem faðir hans. Seinna, þegar Bock var spurður, hvers vegna hann hefði haft son sinn í fylgd með sér á svo hættusamri ferð, svaraði hann stuttur í spuna: ,,Ég vildi láta honum skiljast sú fegurð og fögnuður, sem hermanns- stöðunni er samfara." Það var fyrst í Póllandi, þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.