Úrval - 01.12.1942, Síða 97

Úrval - 01.12.1942, Síða 97
KENNSLA HELDUR ÁFRAM 95 forláta gripur og árangur margra ára tilrauna við háskól- ann í Nanking. Þegar varð að yfirgefa skólann, áleit kennar- inn kúna of mikils virði til þess að hún yrði skilin eftir. Hann fékk því hjólbörur að láni, fyllti þær af heyi og lagði leið sína til Chungking, 1600 km. langan veg, til hinna nýju húsakynna skólans. Vísindadeild háskólans í Chungking stóð í fjallshlíð. Dag þann, er ég kom til borgarinn- ar, sást allt í einu til ferðar flugsveitar hátt í lofti, og lét hún sprengjum rigna niður. Hávaðinn var óskaplegur, og huldist vísindadeildin brátt dökkum, óhugnanlegum mekki. Byggingin, sem byggð var fyrir samskotafé amerískra stúdenta, var komin í rúst. Björgunarsveitin lét hendur standa fram úr ermum. Það kom í Ijós, að 19 nemendur höfðu látið lífið. En af rústum hinnar veglegu byggingar til- kynnti virðulegur, gráhærður háskólakennari: „Kennsla hsld- ur áfram á morgun.“ í Kweiyang kynntist ég hr. Chou. Stóð hann fyrir hópi 60 stúdenta, sem sex sinnum höfðu orðið að flytja búferlum og voru nú enn að búast til brottferðar. Bróðir hans, sem verið hafði í hernum, var fallinn. Óvinirnir höfðu brotizt inn í skóla, sem systir hans veitti forstöðu, og sá hún þann kost vænstan, að fleygja sér út um glugga. Var það hennar bani. Ég fór með honum í svefn- skála piltanna, sem herinn hafði áður haft til afnota. Skálinn var byggður úr bambus og torfi og lágu þar piltarnir hver um ann- an þveran. Draugalega glætu lagði frá grútartýrunni og upp- hitun var engin, þrátt fyrir það, að miðsvetrarnæðingurinn átti greiðan gang inn í hinn hrörlega kofa. Á veggnum var kort yfir Isham-skólann, sem nýlega hafði orðið fyrir loftárás. Á kortinu voru nákvæmar teikn- ingar af kennslustofum, svefn- skálum og loftvarnabyrgjum. Á því voru 122 merki, sem sýndu, hvar sprengjur höfðu komið niður. Kortið var notað við kennslu í eðlisfræði, til þess að reikna út hæð, hraða og stefnu flugvélanna. Ég át kvöldverð með stúdent- unum í opnum hjalli. Á borðum var súpa, með örlitlu af káli og hrísgrjónum — það var allt og sumt. Piltar og stúlkur nutu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.