Úrval - 01.12.1942, Síða 102
100
ÚRVAL
Þann f jórtánda desember var
Mikhailovitch hækkaður í tign
af útlagastjórninni, er gerði
hann að hershöfðingja. Þegar
hún hafði veitt honum þessa
sæmd, lét hún svo um mælt, að
undir stjórn Mikhailovitch
hefði mótspyrnan aukizt svo
mjög, að hún jafnaðist á við
fullkomin ófrið og gæti því ekki
framar talizt eingöngu skæru-
hernaður.
Hvaðan fær her Mikhailovitch
skotfæri sín ? Nokkur hluti
þeirra eru birgðir, sem búið
var að safna áður, og sumt
af þeim kemur frá borgum, sem
eru á valdi Mikhailovitch og
framleiða skotfæri. Mikils hluta
er aflað í árásum. Auk þess fær
Mikhailovitch all-miklar birgðir
nauðsynja frá Rússlandi, en það
er aðallega sáraumbúðir, ýms
lækningatæki, sjónaukar o. fl.
Nazistum er svo mikils virði
að geta kveðið hreyfingu Mik-
hailovitch niður, að þeir hafa
sett fé til höfuðs honum. Þeir
taka sendiboða hans af lífi, ef
þeir ná þeim og þeir hafa árang-
urslaust reynt að finna aðal-
bækistöðvar hans. En hann og
herforingjaráð hans er mjög
sjaldan lengi á sama stað,
sjaldnast lengur en viku, Þegar
Mikhailovitch þarf að senda
skipanir, notar hann oftast til
þess stuttbylgjutæki, talsíma
eða sendiboða.
Áhrifa frá þessari baráttu í
í Júgóslavíu gætti nýlega í
Bandaríkjunum, þegar alríkis-
lögreglan þar tók fastan mann,
sem heitir Ducich, er var áður
sendiherra Júgóslavíu á Spáni.
Með aðstoð málgagns Serba í
Bandaríkjunum — Amerikanski
Serbobran — reyndi hann að
stofna eins konar fimmtu her-
deild meðal amerískra Serba
með því að ala á sundurþykkju
milli Króata og Serba á þeim
grundvelli, að Króatar hjálpuðu
nazistum til að drepa Serba.
IJtlagastjórnin leitaði álits
Mikhailovitch á þessari starf-
semi: Hvaða menn væru í her
hans ? spurði hún. Mikhailo-
vitch svaraði í útvarpi:
„Við hlið Serba minna berj-
ast króatiskir og slovenskir föð-
urlandsvinir hetjulegri bar-
áttu.“
Þessi voru orð hins eina
manns í Júgóslavíu, sem gat
sameinað alla hina mismunandi
hópa og kynþætti í heilsteypta
þjóð. ,,Frelsisher“ hans heldur
við lýði frelsisvon þeirra og trú
á framtíðina.