Úrval - 01.12.1942, Síða 106
104
ÚRVAL
ári síðar sendum við hann aft-
ur til Þýzkalands.
Oxfordnemendurnir, sem fóru
í stríðið 1939, voru ánægðir með
sjálfa sig, engir draumóramenn,
og spilltir af meðlæti. Við átt-
um enga heilaga köllun, sem
yrði þess valdandi, að við
gleymdum sjálfum okkur henn-
ar vegna. Stríðið skapaði hana
og gaf okkur tækifærið til að
sýna, að yfirborðsháttur okkar
átti ekki eins djúpar rætur og
afskiptaleýsið, og sannaði það,
að við vorum jafnokar Hitlers-
æskunnar, þótt við hefðum haft
lítinn undirbúning.
Sumarfríið var ekki á enda,
þegar stríðið skall á, 3. septem-
ber 1939. Háskólaflugdeildin gaf
sig þann dag fram við miðstöð
sjálfboðavarðliðsins í Oxford.
Þetta kvöld var barið fast á
dyrnar hjá mér og ég flýtti mér
að opna. Lögregluþjónn, sem ég
þekkti vel, stóð fyrir utan.
„Gott kvöld, Rogers,“ sagði
ég. ,,Það geta ekki verið neinar
kvartanir? Kennslan er ekki
byrjuð.“
„Nei, en stríðið er byrjað.
Lítið út um gluggann."
Gatan lá öll í myrkri, nema
þar sem ljósið úr glugganum
mínum varpaði á hana skærri
birtu. Þátttaka mín í stríðinu
byrjaði heldur óheillavænlega.
Á TlMUM MISTAK-
ANNA.
gTRÍÐIÐ batt enda á allar
frekari bollaleggingar mínar
um framtíðina. í flughernum
bjóst ég við að skemmta mér
og finna þar í ríkum mæli þá
hrifningu og þann ótta, sem
ekki mundi vera kostur á að
kynnast annars staðar í lífinu.
Ég varð ekki fyrir vonbrigð-
um.
Við vorum sendir til æfinga-
stöðvar, þar sem mér var fengin
forustu fyrir lítilli sveit. Lið-
þjálfarnir voru úr öllum stétt-
um: bændur, f asteignasalar,
bankamenn og þar fram eftir
götunum, og þeir beztu félagar,
sem ég hefi nokkurn tíma
kynnzt. Vegna þeirrar æfingar,
sem ég hafði fengið í flugdeild
háskólans, var ég fluttur til
annarrar stöðvar. Þar hitti ég
aftur marga gamla vini frá Ox-
ford.
Þetta var áður en undanhald-
ið frá Dunkirk hófst, og í okk-
ar augum voru herreglurnar
ekki til annars en skapraunar.