Úrval - 01.12.1942, Page 113

Úrval - 01.12.1942, Page 113
ÉG HRAPA . . . 111 varlegur á svip og sagði: „Ég er „Rottufés“.“ „Sæll, Rottufés, hvað segir þú gott,“ sagði ég. „Allt gott, þú mátt taka mig upp, ef þú vilt.“ Ég hóf hann á loft, og svo lékum við okkur allan daginn í skollaleik og feluleik, og þegar kvölda tók, klifruðum við upp á hlöðuloftið og þar voru sagð- ar sögur. Sagan um börnin varð brátt kunn um alla flugsveitina, og aldrei komu þrjár flugvélar svo heim úr æfingaflugi, að þær steyptu sér ekki í þéttu odda- flugi niður yfir dalinn, þar sem börnin fögnuðu þeim með hróp- um og lófataki. Dag nokkurn vorum við Pet- er Pease sendir með lest til Edinborgar til að sækja tvær nýjar Spitfireflugvélar. Peter hafði aldrei látið í ljósi álit sitt á stríðinu og nú vaknaði hjá mér löngun til að komast að, hver væri hugur hans í því efni. Ég spurði hann fyrir hverju hann væri að berjast. Hann fór undan í flæmingi, en ég lét mig ekki. Loks leit hann á mig, brosti dauflega og sagði: „Ég veit ekki, hvort ég get svarað þessari spurningu, svo að þér líki, en ég skal reyna það. Með fáum orðum held ég, að því sé bezt svarað með því að segja, að ég berjist fyrir því að frelsa heiminn frá ótta — óttanum við ótta væri kannske réttara að kalla það. Ef Þjóðverjar vinna þetta stríð, mun enginn nema. Hitler litli þora að gera neitt framar. Allur kjarkur í heimin- um mun deyja — kjarkur til að elska, skapa, tefla á tvær hætt- ur — andlegur, líkamlegur og siðferðilegur kjarkur. Öll sköp- unarlöngun mun þannig deyja. út í heiminum. Súrefni sálar- innar, ef svo mætti segja, mun hverfa og mannkynið veslast upp.“ „Allt þetta er neikvætt,“- sagði ég. „Er ekki eitthvað já- kvætt, sem þú vilt?“ „Jú, sannarlega, Richard! Það, sem ég vil, er betri heim- ur.“ „Hvað áttu við með betri?“: spurði ég. „Kristinn, býst ég við.“ „Já, auðvitað kristinn. Það er ekki einungis, að ég er krist- innar trúar. Ég þekki ekkert annað, sem er þess virði, að berjast fyrir það. Kristin trú táknar í mínum augum frelsi og-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.