Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 114
112
ÚRVAL
mannúð. Ég trúi því, að okkur
beri öllum að vinna að því að
bæta mannkynið. Auðvitað ert
þú ekki á sama máli, ég sé
það.“
„Alveg rétt,“ sagði ég. „Ég
er ekki á sama máli. Ég held,
að þessi kristindómur þinn rugli
rímið. Umbúðalaust get ég sagt
þér, að ég tek þátt í þessu stríði,
af því að ég trúi því, að í stríði
gefist mönnum kostur á að
þroska alla hæfileika sína á
stuttum tíma, sem undir eðli-
legum kringumstæðum tæki
heila æfi. Þetta er ástæðan til
þess, að ég er í flughernum.
Með lofthernaðinum eru bar-
dagaaðferðirnar aftur orðnar
eins og þær eiga að vera. Ein-
vígi, þar sem hver einstakur
þátttakandi á allt undir sjálf-
Um sér. Annað hvort drepur
óvinurinn hann eða hann óvin-
inn; og það er fjandans ári
spennandi. Örlög mannkynsins
eru mér óviðkomandi."
,,Þú ert svikari, Richard,“
sagði Peter hlæjandi. ,,En hvað
segirðu um börnin í Tarfside?"
„Þau skemmtu mér miklu
meira en ég þeim. Ég var þiggj-
andi en ekki gefandi.“
Peter stundi. „Ég sé, að við
sannfærum aldrei hvorn ann-
an,“ sagði hann. „En ég er ekki
í neinum vafa um það, að þú
átt eftir að skipta um skoðun.
Eitthvað, sem er okkur báðum
meira, mun rísa upp af rústum
þessarar styrjaldar; eitthvað,
sem mun fá þig til að gleyma
sjálfum þér.“
„Ég efast um það,“ sagði ég,
og þar með slitum við talinu.
Þegar við komum aftur til
Montrose, biðu okkar mikil tíð-
indi. Öll flugsveitin átti að
flytja suður til Hornchurch, sem
var flugvöllur á bökkum Tham-
es, tólf mílur fyrir austan Lon-
don. Þátttaka okkar í stríðinu
var hafin.
Flugsveitin, sem átti að taka
við af okkur var þegar komin.
Við hófum okkur á loft og héld-
um í suðurátt. Áður en við tók-
um stefnuna beygðum við inn
yfir Tarfside. Börnin höfðu
frétt um brottfór okkar og á
meðan hver flugvélin á fætur
annarri steypti sér niður yfir
dalinn að skilnaði, lyftu börnin
höndum í þögulli kveðju. Með
hvítum steinum höfðu þau skráð
með stórum stöfum á götuna:
„Góða ferð.“
Við vorum 24, sem flugum frá