Úrval - 01.12.1942, Page 115
ÉG HRAPA . . .
113
Montrose þennan dag — 10.
ágúst 1940. Af þessum 24 komu
4 aftur.
„ÞIÐ ÞURFIÐ EKKI AÐ
LEITA AÐ ÞEIM.“
|>EGAR við komum til Horn-
. church voru þar fyrir flug-
sveitir, sem þegar voru byrjað-
ar að taka þátt í orustum. Ein
sveitin kom úr leiðangri hálfri
klukkustund eftir að við lent-
um. Á frambrún vængjanna
voru sótblettir, sem sýndu, að
skotið hafði verið úr öllum byss-
um. „Þið þurfið ekki að leita að
óvinaflugvélum,“ sögðu þeir,
sem reyndari voru við okkur ný-
liðana. ,,Þið þurfið miklu frekar
að leita að smugu til undan-
komu.“
Þjóðverjar voru um þessar
mundir staðráðnir í að gereyða
brezka flughernum á skömmum
tíma. Myrkranna á milli var
íoftið hrannað af Messerschmitt
orustuflugvélum, en sprengju-
flugvélar sáust tiltölulega fáar.
Fyrsta árásarbylgjan kom
venjulega um níuleytið á morgn-
ana, og frá þeirri stundu og til
klukkan átta á kvöldin, vorum
við að heita mátti stöðugt á
flugi. Við höfðum naumast tíma
til að neyta matar.
Morguninn eftir að við kom-
um, tilkynnti vélræn rödd varð-
mannsins í gegnum gjallar-
hornið, að við ættum að hefja
okkur til flugs. Ég klifraði upp
í flugmannssætið og fann til ein-
hverrar tómleikakenndar í
kviðarholinu. Ég vissi, að í dag
átti ég að drepa í fyrsta skipti.
Að ég yrði ef til vill sjálfur drep-
inn, hvarflaði ekki að mér eitt
augnablik. Hvernig skyldi hann
vera þessi maður, sem ég ætlaði
að drepa ? hugsaði ég kæruleys-
islega. Var hann ungur, var
hann feitur, mundi hann deyja
með nafn foringjans á vörunum
eða mundi hann deyja einmana
og yfirgefinn? Ég fengi aldrei
að vita það. Svo voru ólarnar
spenntar um mig og ég tók
ósjálfrátt um stjórnvölinn og
hóf mig til flugs.
I 18000 feta hæð komum vi&
auga á 20 nefgular Messer-
schmittflugvélar um 500 fet fyr-
ir ofan okkur. Við vorum átta
og um leið og þeir lækkuðu flug-
ið, röðuðum við okkur í hala-
rófu og tókum stefnuna á þá.
Mér fannst ég finna, þegar flug-
maðurinn í þýzku forustuflug-
vélinni tók um stöngina til að