Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 117
ÉG HRAPA . . .
115
liverja vantaði. Oft barst okkur
tilkynning um, að einhver flug-
maður hefði orðið að nauðlenda
á öðrum flugvelli. Einn þeirra
var skotinn niður fjórum sinn-
um, en slapp alltaf ómeiddur.
Síminn flutti ekki alltaf gleði-
fréttir. Stundum barst tilkynn-
ing frá einhverri björgunarsveit
um flugvél frá okkur, sem hafði
hrapað. Þá var eitt nafn enn
strikað út af listanum. Missir fé-
iaga okkar hafði um þessar
mundir ekki sérlega mikil áhrif
á okkur. Eg held, að enginn
okkar hafi kennt mikils sakn-
aðar — það var blátt áfram
enginn tími til slíks.
INNRÁSARHERINN.
KVÖLD nokkurt um sjö leytið
heyrðist rödd varðmannsins:
„Flugdeild 603 hef ji sig til flugs.
Nánar síðar.“
Við hlupum að vélum okkar
og innan tveggja mínútna vor-
um við komnir á loft. Eftir fá-
einar mínútur vorum við í
15,000 feta hæð. Síðan var snú-
ið við og flogið undan sólu, stöð-
ugt upp á við.
I gegnum útvarpið heyrðist
rödd varðmannsins. Við áttum
að fljúga í veg fyrir 20 óvina-
flugvélar í 25,000 feta hæð. Svo
heyrði ég allt í einu þýzkar radd-
ir. Það voru flugmennirnir að
kallast á. Ég kveikti á senditæk-
inu og hrópaði: „Halts Maul!“
og öll þau skammaryrði, sem ég
mundi á þýzku. Mér var
skemmt, þegar ég heyrði einn
af þeim svara: ,,Ég skal kenna
þér að ávarpa Þjóðverja, enski
hundinginn þinn!“ Orðaskipti
eins og þessi voru ekki fátíð.
Ég leit niður. Það var skaf-
heiðríkt. Langt fyrir neðan
breiddist landið út í blámóðu
fjarskans, baðað purpurarauðu
skini kvöldsólarinnar. Ég leit
á hæðamælinn. Hann sýndi
28.000 fet. Þá heyrði ég kallað
„Tallíhó!“ og forustuflugvél
okkar lækkaði flugið í stefnu á
óvinaflugvélarnar, sem nálguð-
ust óðum.
„Allt í lagi. I röð.“
Þeir voru um 2000 fet fyrir
neðan okkur, en hafa hlotið að
vera búnir að koma auga á okk-
ur, því að þeir bjuggust til að
mynda varnarhring, sem oft-
ast er mjög erfitt að rjúfa.
„Steypum!"
Ein flugvélin af fætur annarri
steypti sér nærri lóðrétt niður.
Á fáum sekúndum var allur
hópurinn kominn í eina stóra