Úrval - 01.12.1942, Page 119
ÉG HRAPA . . .
117
.klukkan 8. Mér var ekki rótt.
Það hafði verið sett ný renni-
hlíf yfir flugmannssætið í vél-
inni minni, en hún var svo stirð
í falsinu, að henni varð ekki
hnikað. Það yrði erfitt fyrir mig
að stökkva út, ef á þyrfti að
halda. Ég fór að hjálpa land-
manninum að sverfa hana til og
bera á hana. Að lokum gátum
við opnað hana til hálfs. Klukk-
an 10,15 skeði það, sem ég hafði
alltaf óttast: Frá gjallarhorn-
inu barst að eyrum okkar hin
vélræna rödd varðmannsins: —
603. flugdeild hefji sig til flugs.
Nánar síðar. 603. flugdeild hef ji
sig til flugs, strax.
Forustuflugvélarnar hófu sig
á loft. Flugforinginn í minni
deild leit aftur fyrir sig og lyfti
upp þumalfingrinum. Ég kink-
aði kolli, gaf vélinni benzín og
hóf mig til flugs í síðasta skipti
frá Hornchursh.
I tólf þúsund feta hæð vorum
við komnir upp fyrir skýin. Ég
leit niður. Skýjabreiðurnar voru
eins og þeyttur rjómi. Ég depl-
aði augunum og rýndi fram fyr-
ir mig, því að sólin blindaði
mig, og okkur hafði verið sagt,
að 50 orustuflugvélar óvin-
anna væru á næstu grösum. Þeir
hljóta að hafa verið um 1000
fetum fyrir ofan okkur, þegar
við komum auga á þær steypa
sér yfir okkur eins og engi-
sprettuhópur. Ég man að ég
bölvaði um leið og ég stýrði
flugvélinni ósjálfrátt inn í röð-
ina. Á næsta augnabliki vorum
við komnir inn í miðjan hópinn
og einvígin hófust.
Á næstu tíu mínútum var allt
ein hringiða. Reykkúlur klufu
loftið, leitandi marks. Messer-
schmittflugvél hrapaði hægra
megin við mig í Ijósum logum,
og Spitfireflugvél geistist fram
hjá á hvolfi. Og svo, loksins,
kom ég auga á það. sem ég hafði
þráð heitast — Messerschmitt-
flugvél á uppleið, og undan sólu.
Ég miðaði og gaf henni tveggja
sekúndna inngjöf. Klæðið flett-
ist af öðrum vængnum og svart-
ur reykur gaus upp úr vélinni,
en hún hrapaði ekki. Af bjána-
legri fífldirfsku gaf ég henni
þriggja sekúndan inngjöf í við-
bót. Það gusu upp rauðir logar
og hún hrapaði í hringjum og
hvarf úr augsýn.
Á sama augnabliki kvað við
ægileg sprenging. Stýrisstöngin
hrökk úr hendi mér og flugvélin
titraði eins og skotið dýr. í einu
vetfangi stóð flugmannsklefinn
í björtu báli. Ég teygði mig upp