Úrval - 01.12.1942, Síða 121
ÉG HRAPA . . .
119..
Svo skaut mér upp á ný.
Ég reyndi að komast í kaf aft-
ur, en uppgötvaði þá, að ég var
svo flæktur í fallhlífinni, að ég
gat ekki haldið höfðinu undir
yfirborðinu. Ég lagðist aftur á
bak og hló. Þegar hér var kom-
ið, hefi ég sennilega ekki verið
með öllum mjalla, en það var
eitthvað svo ómótstæðilega
skoplegt, hvernig þessi karl-
mannlega sjálfsmorðstilraun
mín var ónýtt fyrir mér.
Það er sagt, að á dauðastund-
inni birtist lífið mönnum allt í
einni leiftursýn. Ég hugsaði að-
eins með söknuði til flugfélaga
minna, sem voru nú á heimleið,
til móður minnar og hins fá-
menna hóps vina og ættingja,
sem mundu sakna mín. Mér
fannst ég vera hræðilega ein-
mana, og ég vissi, að ég var að
fá óráð. Að lokum heyrði ég,
eins og í draumi, að einhver
kallaði. Það var langt í f jarska
og mér fannst það ekkert mér
viðkomandi . . . Svo fann ég að
hendur gripu mig og drógu mig
innbyrðis. Fallhlífin var losuð
við mig og ég heyrði, að einhver
sagði: „Allt í lagi, Joe, það er
einn af okkar mönnum, og enn
með lífsmarki.“
Varðmenn í landi höfðu séð,
þegar vélin hrapaði og eftir
þriggja stunda leit fann björg--
unarbátur mig 15 mílur úti á
Norðursjónum. Á meðan ég var
í sjónum hafði ég verið dofinn
og ekki fundið til neins sárs-
auka. Nú var ég með fulla með-
vitund og þegar líf tók að fær--
ast í mig, urðu kvalirnar svo.
miklar, að ég hefði getað æpt.
Mér fannst ferðin til lands taka
heila eilífð. Mér var komið fyrir
í sjúkrabíl og ekið með mig f
skyndi til spítalans. Fötin voru
skorin utan af mér og ég gaf
hjúkrunarkonunni upp nöfn og
heimilisfang foreldra minna.
Svo fann ég mér til ósegjan-
legs léttis, að nál var stungið.
í handlegginn á mér og litlu
síðar missti ég meðvitund.
FEGRUNARSTOFAN.
MÉR fannst ég vera að síga
hægt niður í dimma gröf. Ég
var brennheitur, það Iogaði t
mér og ég reyndi að æpa, en
ekkert hljóð heyrðist. Kveljandi
nálykt lagði fyrir vit mín og í
eyrum mér söng ósamstætt safn
hinna furðulegustu hljóða. Svo.
varð allt kyrrt.
Einhver hélt um handleggina,
á mér.