Úrval - 01.12.1942, Side 123

Úrval - 01.12.1942, Side 123
ÉG HRAPA . . . 121 loftinu og steyptist svo til jarð- ar. Ég vaknaði við það, að ég kallaði nafn hans, en tvær hjúkrunarkonur og læknirinn héldu mér niðri í rúminu. Tveim dögum seinna fékk ég stutt bréf frá Colin. Hann ósk- aði mér góðs bata og sagði mér, að Peter væri fallinn. Hægt og hægt vaknaði ég til lífsins aftur. Morfínsprautunum fækkaði og hugsun mín varð skýrari. I fyrstu varð að skipta um sáraumbúðirnar á tveggja tíma fresti. Það var klukku- tíma verk fyrir hjúkrunarkon- urnar, svo að þær höfðu naum- ast nokkra frístund. Það var eingöngu umhyggju þeirra að þakka, að ég missti ekki báðar hendurnar. Svo uppgötvaði ég dag nokk- urn, að ég gat séð. Hjúkrunar- konan laut yfir mig á meðan hún var að binda um sár mín og mér fannst hún óumræðilega falleg. Ég horfði lengi á hana, fullur þakklætis yfir því, að fyrsta sjón mín skyldi vera svo dásamleg. Að lokum sagði ég: „Sue, þér hafið aldrei sagt mér, að þér hefðuð blá augu.“ Andartak starði hún á mig. Svo hrópaði hún: ,,Ó, Dick, guði sé lof!“ og hljóp út til að sækja hinar hjúkrunarkonurnar. Ég fann til barnslegrar hreykni. Spítalahverfið varð oft fyrir loftárásum. Nótt eftir nótt heyrðum við hvininn í sprengj- unum og hvellinn, þegar þær sprungu. Þjóðverjar virtust helzt velja þær stundir til árás- ar, þegar verið var að sprauta í augun á mér og veslings h júkr- unarkonan hélt sprautunni yfir mér og lét drjúpa í augun. Eina slíka nótt heyrðum við þrjár sprengjur falla. Þá fyrstu all- fjarri, aðra nokkru nær og þá þriðju svo nærri, að húsið nötr- aði. Hjúkrunarkonan fleygði sér á grúfu þversum yfir rúmið mitt. En fjórða sprengjan féll aldrei, og hún reis upp aftur vandræðaleg á svipinn. Eftir tvo mánuði var ég orð- inn nægilega frískur til að þola skurðaðgerð. A. H. Mclndoe, skurðlæknir flughersins, horfði rannsakandi á mig með þreytt- um, vingjarnlegum augum. „Laglega af sér vikið,“ sagði hann. Hann tók skurðhníf og þrýsti laust á eitthvað, sem mót- aði fyrir í gegnum rautt og þrútið skinnið á vísifingri hægri handar. ,,Bein,“ sagði hann stuttaralega. Hann leit á augna- lokin og kipraði saman varirn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.