Úrval - 01.12.1942, Síða 123
ÉG HRAPA . . .
121
loftinu og steyptist svo til jarð-
ar. Ég vaknaði við það, að ég
kallaði nafn hans, en tvær
hjúkrunarkonur og læknirinn
héldu mér niðri í rúminu.
Tveim dögum seinna fékk ég
stutt bréf frá Colin. Hann ósk-
aði mér góðs bata og sagði mér,
að Peter væri fallinn.
Hægt og hægt vaknaði ég til
lífsins aftur. Morfínsprautunum
fækkaði og hugsun mín varð
skýrari. I fyrstu varð að skipta
um sáraumbúðirnar á tveggja
tíma fresti. Það var klukku-
tíma verk fyrir hjúkrunarkon-
urnar, svo að þær höfðu naum-
ast nokkra frístund. Það var
eingöngu umhyggju þeirra að
þakka, að ég missti ekki báðar
hendurnar.
Svo uppgötvaði ég dag nokk-
urn, að ég gat séð. Hjúkrunar-
konan laut yfir mig á meðan
hún var að binda um sár mín
og mér fannst hún óumræðilega
falleg. Ég horfði lengi á hana,
fullur þakklætis yfir því, að
fyrsta sjón mín skyldi vera svo
dásamleg. Að lokum sagði ég:
„Sue, þér hafið aldrei sagt mér,
að þér hefðuð blá augu.“
Andartak starði hún á mig.
Svo hrópaði hún: ,,Ó, Dick, guði
sé lof!“ og hljóp út til að sækja
hinar hjúkrunarkonurnar. Ég
fann til barnslegrar hreykni.
Spítalahverfið varð oft fyrir
loftárásum. Nótt eftir nótt
heyrðum við hvininn í sprengj-
unum og hvellinn, þegar þær
sprungu. Þjóðverjar virtust
helzt velja þær stundir til árás-
ar, þegar verið var að sprauta
í augun á mér og veslings h júkr-
unarkonan hélt sprautunni yfir
mér og lét drjúpa í augun. Eina
slíka nótt heyrðum við þrjár
sprengjur falla. Þá fyrstu all-
fjarri, aðra nokkru nær og þá
þriðju svo nærri, að húsið nötr-
aði. Hjúkrunarkonan fleygði sér
á grúfu þversum yfir rúmið
mitt. En fjórða sprengjan féll
aldrei, og hún reis upp aftur
vandræðaleg á svipinn.
Eftir tvo mánuði var ég orð-
inn nægilega frískur til að þola
skurðaðgerð. A. H. Mclndoe,
skurðlæknir flughersins, horfði
rannsakandi á mig með þreytt-
um, vingjarnlegum augum.
„Laglega af sér vikið,“ sagði
hann. Hann tók skurðhníf og
þrýsti laust á eitthvað, sem mót-
aði fyrir í gegnum rautt og
þrútið skinnið á vísifingri hægri
handar. ,,Bein,“ sagði hann
stuttaralega. Hann leit á augna-
lokin og kipraði saman varirn-