Úrval - 01.12.1942, Síða 125
ÉG HRAPA . . .
123
:nýtt andlit og nýjar hendur.
Hann hafði verið í Dunkirk.
Ég fór inn í skurðstofuna
alveg rólegur og kvíðalaus, eins
og verzlunarrnaður, sem kemur
á skrifstofu sína. Þegar ég fór
út aftur, var ég reifaður frá
enni og niður að vör og gat ekki
andað í gegnum nefið. Næsta
kvöld tók læknirinn umbúðirnar
af augunum. Fyrir neðan þau
voru klemmur í háifhring, og ég
tók eftir því, að vinstri auga-
brúninni hafði verið lyft, svo að
hún væri jafnhá hinni. Átta
dögum eftir skurðaðgerðina
voru umbúðirnar teknar af vör-
inni og klemmurnar fyrir neð-
an augun teknar burtu. Ég bað
um spegil. Aðgerðin var vissu-
lega læknisfræðilegt meistara-
verk, en það sem ég sá í spegl-
inum, var alvarlegt áfall fyrir
hégómagirni mína. Nýja vörin
var náhvít og snöggtum þynnri
en fyrirrennari hennar.
Um þessar mundir var aftur
komið með Edmond á spítalann
og hann lagður í rúmið við hlið-
ina á mér. Enginn í flughernum
hafði hlotið eins hræðileg bruna-
sár og hann. Þegar fyrst var
komið með hann til Mclndoe,
var hann óþekkjanlegur og
hafði mánuðum saman bókstaf-
lega legið í graftarbaði. Mc-
Indoe gerði á honum tvær
skurðaðgerðir upp á líf og
dauða og lét svo tímann og ná-
kvæma hirðingu um frekari
lækninga í bráð. Áætlað var, að
það tæki 5 ár að setja á hann
nýtt andlit. En aldrei heyrðist
Edmonds kvarta. Hann var allt-
af kátur og glaður og svo að-
laðandi í viðmóti, að andlitslýti
hans gleymdust fljótlega. Ég
dáðist að stillingu hans og sjálf-
stjórn og blygðaðist mín, þegar
ég minntist vanstillingar minn-
ar.
„ÉG SÉ, AÐ ÞÚ HEFIR
LÍKA ORÐIÐ FYRIR
BARÐINU Á ÞEIM.“
EN batinn gekk ekki alltaf að
óskum. Spítalinn varð fyrir
sprengju og allir sjúklingarnir
voru fluttir burtu. Það gróf í
skurðunum og hætta á beinholu-
bólgu.
Byrjað var á að koma sköpu-
lagi á hendurnar á mér aftur.
Ég lá allt haustið á spítalanum
og fram á vetur. Allan þennan
tíma hafði ég nægar stundir til
að hugsa.
Einhver breyting hafði orðið
í huga mínum, á viðhorfi mínu