Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 128
126
ÚRVAL
öllu heldur róta til í rústunum.
Ég vann eins og fatlaðar hend-
ur mínar leyfðu, hve lengi veit
ég ekki, en mér fannst það enda-
laust. Öðru hvoru skynjaði ég
návist þeirra, sem strituðu í
kringum mig. Ég sá sviplaust
andlit varðmanns undir stál-
hjálminum, ég sá hermann, sem
tvinnaði blótsyrði í áherzlu-
lausri sífellu, og ég sá rautt
andlit bílstjórans bogandi af
svita.
Og svo komum við niður að
konunni. Við sáum fæturna
fyrst. Hingað til höfðum við
stritað þrákelknislega og án
takmarks, en nú var eins og æði
hefði gripið okkur. Gegnum op
á milli tveggja bita sáum við,
að hún var með lífsmarki. Við
náðum barninu fyrst. Við rétt-
um það varlega mann frá manni
og síðast tók vörðurinn við því
með lotningarblöndnum ótta.
Það var dáið. Hún hlýtur að
hafa þrýst því í fang sér um
leið og hún heyrði sprengjuna
falla.
Loks höfðum við búið til nógu
vítt op til að draga rúmið í
gegnum. Konan, sem lá í því,
var miðaldra. Hún lá á bakinu
með lokuð augun. Andlitið, sem
greina mátti í gegnum storkið
blóð og óhreinindi, var þreytu-
merkt andlit verkakonunnar.
Ég heyrði raddir í kringum
mig. „Hvar er sjúkravagninn ?
Hreyfið hana ekki! Lofið henni
að fá frískt loft! “
Ég stóð við höfðalagið og
horfði eins og í leiðslu á þetta
blóðstorkna, vinnulúna andlit.
Hún opnaði augun og rétti
ósjálfrátt hendina út eftir barn-
inu. Svo fór hún að gráta, al-
gerlega hljóðlaust og án ekka..
Tárin runnu niður kinnarnar,
þegar hún leit upp til mín.
„Þakka yður fyrir,“ sagði
hún og tók báðum höndum í
hönd mína. Hún var bersýnilega.
að deyja. Svo leit hún á mig
aftur og sagði: „Ég sé, að þér
hafið líka orðið fyrir barðinu á
þeim.“
Ég dró húfuna niður í augu
og fór út. Ég átti erfitt með
að stilla mig. Mig langaði til að
hlaupa, eitthvað langt í burtu
frá þessum stað.
Það byrjaði djúpt í brjósti
mér eins og lítil bóla. Svo tók
það að bólgna út og stækka
óviðráðanlega, þangað til mér
lá við köfnun. Ég var magnlaus
af reiði. Dauðiþessararkonuvar
óréttlátur — hann var glæpur,
synd gegn mannkyninu. Órétt-