Úrval - 01.12.1942, Síða 132
Til lesendanna — og frá þeim.
MEÐ þessu hefti lýkur 1. árgangi Úrvals. Það er ekki
löng æfi, en nokkur reynsla hefir þó fengizt og margs
konar vitneskja um það, hverjum augum lesendurnir hafa
litið þessa nýbreytni í útgáfu íslenzkra tímarita. Vitneskja
þessi hefir fyrst og fremst borizt í gegnum ótal bréf, sem
áhugasamir lesendur hafa sent og fær Úrval aldrei nóg-
samlega þakkað þá velvild og þann áhuga á gengi tíma-
ritsins, sem lýsir sér í bréfum þessum.
Það er eins með sölu Úrvals og móttökurnar, sem það
hefir fengið, að hún hefir farið langt fram úr vonum
þeirra, er að því standa.
Fyrsta hefti var uppselt áður en annað hefti kom út
og var því upplag annars heftis aukið all-verulega. En
sala þess varð svo mikil, að það hefir einnig verið ófáan-
legt nú um nokkurt skeið. Mörg tilmæli hafa borizt um
að 1. hefti verði endurprentað. Því miður er ekki hægt
að verða við þessum óskum, og liggja til þess ýmsar
orsakir, sem ekki verða greindar hér.
Eins og eitt af bréfum þeim, sem birt eru hér á kápunni,
ber með sér, hafa komið fleiri uppástungur um ráð til úr-
bóta í þessu efni. Tillaga bréfritarans er athyglisverð, en
þó hvergi nærri tímabær og verður ekki tekin afstaða til
hennar að svo komnu. Benda má þó á, að ekki er þörf á
að eiga öll heftin til þess að hafa fullt gagn af þeim, sem
síðar koma. Hvert hefti er sjálfstæð bók og er ekkert
efnislegt samband á milli þeirra.
T „Leshraða" skrifar T. B.
^ frá Akureyri: „ ... Ég hafði
lengi haft grun um að leshraði
minn væri í löku meðallagi og
þegar ég hafði lesið hina ágætu
grein „Leshraði" í fyrsta hefti
tJrvals, gerði ég strax tilraun
og komst að þeirri niðurstöðu
að leshraði minn var aðeins 180
orð á mínútu. Ég hefi nú í einn
mánuð notað mér leiðbeiningar
fyrrnefndrar greinar og æft mig
nokkuð reglulega og árangurinn
er furðulegur. Leshraði minn er
nú orðinn 350 orð á minútu og
hefir aukizt því örar sem liðið
hefir á mánuðinn ..
Framhald innan á kápunni.
STEINDÓRSPRENT H. F.