Úrval - 01.10.1943, Side 9
BOÐBERAR SANNLEIKANS
7
Svo mikils metur Jesús þá,
sem bregðast — aðeins ef þeir
hafa viljað hið rétta á réttri
stund. Gef mér þína miklu lund,
drottinn Jesús. Eigi ég einhvern
vin, sem eitt sinn flutti þjóð
minni orð sannleikans, en hefir
síðan svikið á hinn aumlegasta
hátt, varðveit mig þá, drottinn,
frá því að ofurseljast ískaldn
reiði og fyrirlitningu. Veit mér
að halda áfram að heiðra nafn
hans fyrir það sem hann var,
þrátt fyrir það, sem hann er nú.
Sjá, í húsi konungsins dansar
Salóme. Þar er mikil skemmt-
an. Það er nýársdansleikur, og
höllin öll glymur af njörfagleði.
Og þessi maður, sem er settur
til þess að vera þjónn réttlætis-
ins og vörður laganna, hann
verður nú að leika leikinn á
enda milli steins og sleggju, þar
sem hann hefir sjálfur valið sér
sess, ef til vill með þeim þrugl-
kennda rökstuðningi, að annars
myndu þeir láta einhvern ann-
an í hans stað, sem væri verri
en hann. Með öðrum orðum:
Til þess að losna við hrakmenn-
ið, gerir maður sjálfan sig að
hrakmenni.
Og milli tveggja dansa er svo
komið með höfuð spámannsins
á fati. Og hljómsveitin leikur
veikt undir.
Heródes, Heródes, ertu svona
mikill heimskingi, að þú haldir,
að þú þjónir hinum góðu öflum
lífsins með þessum ljóta leik —
að þú getir ímyndað þér, að
þetta leiði til annars en rotnun-
ar sálar þinnar og glötunar í
helvíti, bæði fyrir sjálfan þig og
þína afvegaleiddu þjóð?
Og þér, landar mínir, sem
varpað hefir verið í fangelsi rík-
isvaldsins vegna þess, sem þér
funduð að á yður kallaði með
raustu sannleikans, ég bið guð
þess, að þér mættuð vera sterk-
ir og trúir þeirri tilfinningu yð-
ar, að þér gerðuð rétt. En verði
einhverjir yðar hikandi og efa-
blandnir, þá fyrirgef ég yður þá
synd í nafni drottins míns, eins
og hann fyrirgaf Jóhannesi. Þér
skuluð vita, að hann mun dæma
yður eftir því, aðþérvoruðmáls-
svarar sannleikans með fullum
drengskap, meðan aðrir lugu
og aðrir þögðu, og þér hafið tek-
ið þátt í því að drýgja þá dáð,
sem ein getur alið af sér heil-
brigða framtíð. Héðan úr kirkj-
unni skal við yður sagt: ,,Drott-
inn sannleikans hefir látið sína
ásjónu lýsa yfir yður. Hann gefi
yður frið.“ Amen.