Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 12
10
ÍTRVAL
vamarlausar, ef komið var að
þeim ofansjávar. En nú geta
þeir komið upp á yfirborðið og
flúð undan vopnuðu verzlunar-
skipi eða korvettu. - Einu skip-
in, sem geta elt kafbáta uppi,
eru tundurspillar og beitiskip.
En það, sem er áhrifamest
af endurbótum kafbátanna, eru
hin nýju skottæki hans. Áður
þurfti kafbáturinn að hafa sjón-
pípu sína uppi á yfirborðinu
til þess að geta miðað tundur-
skeyti með nokkurri nákvæmni.
Til þess þurfti kafbáturinn að
hafa vélar sínar gangandi, og
hávaði þeirra heyrðist til allra
tundurspilla í nágrenninu. Voru
tundurspillar þannig öruggir
fyrir óvæntri árás. En nútíma
kafbátur þarf ekki að hafa
sjónpípu sína ofansjávar. Hann
getur skotið tundurskeytum
sínum með mikilli nákvæmni
einungis eftir hlustunartækjum
sínum, og þarf þess vegna ekki
að halda vélum sínum í gangi,
þegar hann gerir árás. Hann
getur legið kyrr á 150 metra
dýpi, og athugað hreyfingar
skipalestar, sem nálgast. Síðan
getur hann skotið tundurskeyt-
um sínum, án þess að hreyfa
sig. Það er af þessum ástæðum,
sem kafbátum hefir tekizt að
sökkva svo mörgum herskipum
í þessu stríði. Ónákvæmni hlust-
unartækja tundurspillanna ger-
ir kafbátaveiðar erfiðar. Tækin
gefa til kynna, þegar eitthvert
ferlíki er í nánd, en það getur
eins verið stórhveli, kaldur
straumur eða klettarif í sjónum,
eins og kafbátur.
í byrjun þessarrar styrjaldar
voru bæði Bretland og Banda-
ríkin í varnarstríði gegn kaf-
bátunum. — Skipalesta-kerfið
hafði sigrazt á kafbátunum i
fyrri heimsstyrjöldinni — og
það var einnig hægt að treysta
því í þessarri styrjöld. Flotar
okkar höfðu nákvæmlega reikn-
að út, hve mörg herskip þyrfti
til að koma ákveðinni tölu verzl-
unarskipa öruggum í höfn. En.
gallinn er aðeins sá, að tala
verzlunarskipanna, sem um höf-
in sigla í þessu stríði, er svo
há, að herskipin, sem þyrfti til
að fylgja þeim, eftir útreikn-
ingnum, eni mörgum sinnum.
fleiri heldur en öll herskip
Bretlands og Bandaríkjanna til
samans.
Fyrsta tilraun brezka flotans.
til þess að finna sóknarvopn
gegn kafbátunum, misheppnað-
ist. Þeir ætluðu, að korvettan