Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 17
BARÁTTAN VIÐ KAFBÁTANA
15
markaða sprengjuflugvélaflota
okkar bundinn við að vemda
skipalestir, í stað þess að ryðja
brautina fyrir innrás á megin-
land Evrópu.
Að flotamálastjórnin hafi séð
að sér í þessum efnum — eða
hafi verið neydd til þess — er
ljóst af því, að nú er hafin smíði
á skipum til að elta uppi kaf-
báta, og mátti ekki seinna vera.
Kenning Churchills um að
„bjargað skip er betra en byggt
skip“, hefir komið því til leið-
ar, að nokkrar af skipasmíða-
stöðvum Kaisers hafa tekið að
byggja hraðskreið fylgdarskip í
stað verzlunarskipa. Skipshafn-
ir eru vandlega æfðar fyrir
þessa kafbátaveiðara. En það
er samt sem áður ekki líklegt,
að mikill árangur sjáist af þess-
ari nýju stefnu, fyrr en á
næsta hausti. Þá ættum við að
eiga kafbátaveiðara í hundraða-
tali og vera færir um að taka
upp sóknina gegn hættulegasta
vopni óvinanna.
f sveita síns andlitis.
Bónda nokkrum var sagt frá því, að þegar Andrew Camegie
kom til Bandaríkjanna hafi hann ekki átt nema 25 cent í vas-
anum, en þegar hann lézt, hafi hann látið eftir sig 250.000.000
dollara.
Bóndi þagði stundarkorn stundi svo við og mælti: „Hann hefir
átt sparsama konu maðurinn sá.“
— K. W. Jennison í „The Maine Idea“.
gÓNDI stóð úti á akri með kunningja sínum úr kaupstað og
horfði á höfug kornöxin, sem bylgjuðust í golunni. „Það verð-
ur dálagleg uppskera þetta,“ sagði kunninginn. „Þú þarft ekki
að kvíða vetrinum."
Bóndi varð hugsi við, en mælti síðan: „Það er nú svo, kunn-
ingi. Uppskera eins og þessi gengur nokkuð nærri jarðveginum,
skal ég segja þér.“
— Family Herald.