Úrval - 01.10.1943, Síða 18
Frægur, írakkneskur rithöfundur, — einn af merkustu skáldsagna-
höfundum vorrar aldar — lætur hér svo Iítið að fást við undur
hversdagslegt efni, — en minnkar ekki við það.
Ætlað feðrum einum.
Úr bókinni: „Unaðslegir dagar“,
eftir Georges Duhamel.
1—I ANN er kominn yfir það
1 stig tilveru sinnar, að
skríða meðfram húsgögnum og
skilja eftir sig hlykkjótta slóð
af munnvatni. Hann hefir
hangið í buxnaskálmum og pils-
földum hinna vingjarnlegu
trölla, sem alltaf eru einhvers-
staðar nálægt honum. Hann
hefir reynt að ýta litla stólnum
sínum á undan sér, og stundum
reynir hann að rétta úr sér, þótt
hnöttóttur sé bæði kroppurinn
og kinnarnar, sem eru með
skringilegum spékoppum, —
og nú er hann farinn að geta
gengið, litli maðurinn okkar.
Ekki er hann þó alveg sann-
færður um það enn, hann vill
jafnvel ekki kannast við það
fyrir sjálfum sér. Hann er hæg-
ur, eins og viðvanings hljóð-
færaleikari, sem hugsar til þess
með skelfingu að eiga að leika
,,sóló“ opinberlega. Um leið og
hann verður þess var, að búið
er að sleppa honum, og að hann
verður að standa, eða halda
áfram, óstuddur, lætur hann
fallast niður á „botninn", og má
þá af ópum hans skilja, svo að
ekki verður um villst, að hann
ákæri hlutaðeigandi fyrir hrekk
við sig.
En að því kemur, að hann
verður að sýna okkur, hvað
hann getur. Þetta er ákaflega
merkileg uppgötvun — hér er
um snild að ræða. Klukkan tíu
um morguninn, var ekki um það
að tala, að snáðinn litli gæti
gengið óstuddur. En klukkan
fimm mínútur yfir tíu kann
listina.
Einhvern veginn atvikast það
þannig, að hann stendur upp
einn, á miðju gólfi, og tekur þá
allt í einu eftir því, að hvorugt
tröllið er nálægt honum. Þarna
stendur hann einn, og ógurlega
víðáttumikið autt svæði um-
hverfis hann, á allar hliðar.