Úrval - 01.10.1943, Síða 23
ÆTLAÐ FEÐRUM EINUM
21
vilja við Babba, með hægu móti.
En — ekki að nefna! Hann átt-
ar sig samstundis — og hvað
skeður? Hann rekur mig á
stampinn hiklaust, og hefur yfir
orðréttar setningarnar, sem ég
hefi verið að limlesta. Ég verð
hálf sneyptur. Það er enginn efi
á því, að Babbi kann allar sög-
urnar um „Pétur á harða-hlaup-
um“ utanbókar og orðréttar.
Bókin er gulls ígildi.
Álíka furðulegt er minni hans
að því er snertir staði, andlit og
þef eða ilm. Og ég hefi gaman
af að reyna þessa hæfileika
hans, eins og af hendingu eða
óviljandi. Þegar við förum ,,út
að ganga,“ feðgarnir, göngum
við jafnan sömu leiðina. Ég er
þá til með, að beygja fyrir ann-
að götuhorn, en vant er, — vit-
laust götuhorn.
„Ekki þessa leið, — ekki þessa
leið, pabbi!“ kallar hann þá.
Hann spyr mig alls konar
spurninga, um mjög óskyld efni
og hluti. Ég segi honum, hvað
hlutirnir heita, og reyni að
skýra fyrir honum, í stór-
um dráttum, til hvers þeir
eru nytsamlegir. Ég get aldrei
vitað, á hverju ég muni eiga
von næst. Ég er bara þarna hjá
honum eða með honum, skyld-
ugur að svara. Þegar um er að
ræða ilm eða þef, getur svo far-
ið, að málið vandist. Því að þá
er hann miklu gleggri en ég.
Þegar Babbi varð þess fyrst
var, að til voru dýr, eða á því
tímabili, sem þau báru fyrst fyr-
ir augu, í hans tilveru, sýndi
hann þeim þegar svo mikla
blíðu, að mér varð ekki um sel.
Mér fannst, að ég myndi heldur
hafa kosið, að hann héldi sig í
fjarlægð.
Hann byrjaði á því að tína
ánamaðka, og leitaði þá uppi
um allan garðinn okkar, — tók
þá upp með mestu varkárni og
stakk þeim í vasa sinn. „Mark-
arnir“ hans urðu honum sem fé-
lagar og hann hugsaði ekki um
annað en ,,markana“ sína um
sinn. Þeir mjökuðu sér inn-
an um leikföngin hans; þeir
komust í mjólkurkrúsina hans
og á diskana hans og jafnvel
upp í hárið á honum.
En áköf ástríða, eins og þessi,
hlýtur að enda með hörmung-
um. Einn daginn kom ég að
Babba, þar sem hann stóð eins
og steingerfingur, í einu horn-
inu á garðinum. En í moldinni
fyrir framan hann var hrúga af
skorpnum og líflausum ána-