Úrval - 01.10.1943, Page 29
EFNASKIPTARANNSÓKNIR MEÐ FRUMEINDABRJÓT
27
inum joðið heldur sig, með því
að skoða sneiðar af honum í
smásjá og bera saman við
myndir, er hafa verið teknar
með þeirri aðferð, sem áður var
lýst.
Einnig hafa efnaskipti B-
fjörvis (thiamins) verið rann-
sökuð með þessum aðferðum, því
að hægt er að geislamagna
brennisteininn, sem er notaður
til að framleiða B-fjörvi.
Hin geislamögnuðu efni eru
á ýmsan annan hátt notuð til
rannsókna á efnafræði hinnar
lifandi náttúru. Svo nefnt sé
enn eitt dæmi, þá er hægt að
fylgjast með sambandinu milli
fóðurs og mjólkur í kúm með
því að gefa þeim geislamagnað
járn, calcium og strontium og
rannsaka svo, hvað mikið af
þeim fer í mjólkina og hversu
lengi þeirra gætir þar.
Það er einnig hægt að fylgj-
ast með því, hvernig jurtirnar
fara að því að breyta einföldum,
ólífrænum köfnunarefnissam-
böndum, í afar margbrotin líf-
ræn efni (protein) með því að
láta geislamögnuð köfnunarefn-
issambönd í jarðveginn. Það
hafa meira að segja verið gerð-
ar tilraunir, við háskólann í
Kaliforníu, til að fylgjast með
ferli berklasýkilsins í líkaman-
um, með því að ala hann fyrst
á geislamögnuðum fosfórsölt-
um.
Árið 1939 fékk prófessor
Ernest O. Lawrence Nobels-
verðlaunin í eðlisfræði fyrir að
finna upp „frumeindabrjótinn"
(cyklotron) og fyrir þær merki-
legu uppgötvanir í eðlis- og efna-
fræði, sem snilligáfa hans gerði
mögulegar. Hann sá glöggt fyr-
ir þá undursamlegu möguleika,
sem geislamögnuð efni færðu
vísindunum. Hagnýting þeirra
í þágu hinna líffræðilegu og
og læknisfræðilegu vísinda-
greina er ennþá aðeins á byrj-
unarstigi.
Á svipaðann hátt og smásjáin
og röntgengeislarnir, hafa hin
geislamögnuðu efni reynzt
mannkyninu bjargvættur vegna
þeirrar miklu aðstoðar, sem þau
hafa veitt vísindunum, í rann-
sóknum þeirra á hinni lífrænu
náttúru.