Úrval - 01.10.1943, Page 30
„Huguriim leitast \ið að
lækna sig sjálfur.“
Meðferð taugasjúklinga.
Grein úr „Your Life“,
eftir dr. ILouis E. Bisch.
r
DG botna ekkert í, hvað
” ^ gengnr að manninum
mínum,“ segir vmg kona í vand-
ræðum sínum. ,,Þó að hann
virðist vera stálhraustur, segist
hann vera máttlaus, og situr
heima allan daginn og vill ekki
leita sér atvinnu."
„Konan mín hefir verið
heilsulaus aumingi mest allt
okkar hjónaband," segir mað-
ur, sem hefir verið kvæntur í
tólf ár. „Fyrst var það hjartað,
síðan svimaköst, hægðatregða,
höfuðveiki, allskonar eymsli og
verkir um allan líkamann og
guð veit hvað. Nú heldur hún,
að hún gangi með krabbamein.
Allir læknar, sem ég hefi farið
með hana til segja, að hún sé
heilbrigð. Þeir segja, að hún sé
kvartsjúk; þetta sé allt ímynd-
un. Ég veit ekki, hvemig ég á
að fara með hana.“
Taugaveiklun eins og sú, sem
hér hefir verið lýst, getur auð-
vitað jafnt þjáð ógift sem gift
fólk.
Ung og lagleg kona um þrí-
tugt trúði mér fyrir því, að hún
væri búin að vera með manní
í sjö ár. „Hann frestar alltaf
giftingu okkar,“ sagði hún, „af
því að hann segist vera hrædd-
ur um, að hann geti ekki gert
mig hamingjusama."
„Þér trúið honum, býst ég
við,“ sagði ég.
„Já, þótt undarlegt sé, gerí
ég það,“ sagði hún með sann-
færingu. „Hann elskar mig, ég
veit það. Hann er falslausasti
og einlægasti maðurinn, sem ég
hefi kynnzt. En hann er hrædd-
ur við sjálfan sig, hræddur um,
að hann geti ekki veitt mér þá
hjónabandshamingju, sem hon-
um finnst ég eiga kröfu til.“
Hún hikaði og hélt svo áfram :
„Mig grunar, að móðir hans eigi
einhvern þátt í því. Hún er ein
af þessum gallalausu manneskj-