Úrval - 01.10.1943, Page 42
Það eru mörg vandamál, sem mæta
samvöxnum tvíburaum á lífsleiðinni.
Æviferill og ástir Síamstvíburanna.
Grein úr „Kiwanis Magazine“,
eftir J. P. McEvoy.
O L E S T ykkar munu hafa
1 heyrt um hina upprunalegu
Síams-tvíbura, en allir aðrir
pamvaxnir tvíburar, sem fæðst
hafa síðan, hafa dregið nafn af
þeim. Þeir munu þó
vera færri, er gætu gef-
ið greið svör við spurn-
ingum sem þessum:
Voru tvíburarnir laga-
lega tveir einstaklingar
eða félagar? Ef annar
þeirra framdi glæp, va,r
hinn samsekur? Urðu
þeir svangir eða syf jað-
ir samtímis? Kom þeim
vel saman? Hvor þeirra
dó fyrr og hvernig?
flvað voru ekkjumar margar,
hvað voru börnin þeirra mörg?
Við skulum byrja 4 byrjun-
inni. Chang og Eng, síðar meir
gengu þeir undir nafninu
Chang-Eng Bunker í höfuðið a
hefðarfrú frá New York, sem
var þeim góð, fæddust árið 1811
í litlu fiskiþorpi við ána Mekong,
skammt frá borginni Bangkok
í Síam Ínú Thailand). Faðir
þeirra var kínverskur og móð-
irin kínversk í aðra ættina, svo
að þeir voru aðeins að einum
fjórða síamskir. - Þeir
döfnuðu vel og Chang
varð fimm fet og einn
þumlungur á hæð, Eng
fimm fet og tveir þuml-
ungar. (Chang notaði
ætíð sérstaklega útbúna
skó, svo að hann væri
jafnhár bróður sínum).
Þeir höfðu ofan af fyr-
ir sér með þvi að ala
upp gæsir og selja egg-
in úr þeim, og aliir
höfðu orð á því, hvað þeir væru
góðir að kaupslaga, því að þeir
töluðu báðir fyrir vörunni, ann-
ar lauk við setninguna sem hinn
byrjaði á. Fæstir prangarar eða,
kaupahéðnar stóðust þeim snún-
ing.
En einn góðan veðurdag, er
tvíburamir voru 18 ára, lagði