Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 45
ÆVTFERILL OG ÁSTIR SlAMSTVÍBURANNA
43
án þess að það bitnaði á þeim
saklausa? Það væri ekki hægt
að bera því við, að annar væri
ekki í vitorði með hinum, því að
tvíburanir sofnuðu alltaf sam-
tímis, vöknuðu samtímis, fundu
til hungurs jafnt, borðuðu sams,
konar mat og jafn mikið, reyktu
og tuggðu tóbak, alltaf báðir í
einu. Margir höfðu reynt að
halda uppi samræðum við hvorn
þeirra. um sig um mismunandi
efni, en árangurslaust. Þótt
þeir væru oft öndverðir í skoð-
unum um marga hluti, þá gátu
þeir aðeins talað um eitt um-
ræðuefni í einu — botnuðu setn-
ingamar hvor fyrir öðrum eins:
og í æsku.
Þótt undarlegt sé, töluðu þeir
afar sjaldan hvor við annan.
Þeir útskýrðu þetta einu sinni
með því, að þeir sæju alltaf
sama hlutinn samtímis og hefou
oftast sama viðhorf til hans,
svo að þeir hefðu ekki um neitt
að tala. Af sörnu ástæðu var
þeim mjög um geð að lenda í
keppni hvor við annan, eins og
t. d. í tafli — en í því voru þeir
báðir góðir —- og gáfu þá skýr-
ingu, að þeim þætti álíka mikið
í það varið, eins og venjulegum
manni að ota hægri hendinni
móti þeirri vinstri. í stjórnmál-
um var aðra sögu að segja. í
einum kosningum til fulltrúa-
þingsins í Bandaríkjunum árið
1847 kusu þeir hvor sinn fram-
bjóðanda.
Um það leyti vom þeir orðnir
amerískir borgarar, en þau rétt-
indi fengu þeir með sérstökum
lögum á fylkisþinginu í Norður-
Carolínu. Þeir höfðu lært að
tala ensku allvel, einriig að lesa
og skrifa. Báðir höfðu þeir tek-
ið upp amerískan klæðnað,
nema hvað þeir fléttuðu hár sitt
í þriggja feta langa fléttu, sem
þeir svo vöfðu um hvirfilinn.
Báðir voru þeir orðnir vel meg-
andi bændur.
Einhversstaðar á ferðum sín-
um höfðu tvíburarnir lent í
öðru ástarævintýri. í þetta sinn
vom það tvær systur, sem fengu
ást á þeim. Ulgjarnir samtíðar-
menn höfðu við orð, að það
hefðu verið 400 þúsundirnar,
sem þær fengu ást á. Hvað um
það, þann 1. apríl árið 1843, í
Wilkeshéraði í Norður-Carólínu
gekk Chang að eiga Adeiaide
Yeats og Eng kvæntist systur
hennar, Söm Önnu.
Vænst hefði okkur þótt um
að geta bætt því við, að þau
hefðu lifað farsællega til ævi-
Ioka, en því miður var því eigi