Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 47
ÆVIFERILL OG ÁSTIR SlAMSTVÍBUR ANN A
45
ur. Chang frændi er dauður.“
Nú komst allt í uppnám. Eng
fór að gráta og sagði við konu
sína, sem nú kom inn: „Mín
síðasta stund er komin.“ Um
leið og hann sneri sér að hinum
andvana líkama við hliðina á
sér, fékk hann ákafan tauga-
krampa. Innan tveggja stunda
var hann liðinn, þó að hann
hefði verið fullfrískur, er hann
háttaði.“
Líkskoöunin, sem var haldin
ó sérstökum fundi í læknaskól-
anum í Fíladelfíu, færði lækna-
vísindunum svör við mörgum
spumingum með ýmsum dular-
jfullum orðum, svo sem: om-
phalopagus, xiphodidymus o. s.
frv. Hún sannaði einnig, að all-
ar tilraunir til að aðskilja tví-
burana mundu hafa reynst ban-
vænar. Banamein Chang reynd-
ist vera heilablæðing. En enga
orsök var hægt að finna fyrir
dauða Eng. Flestir aðhylltust
bá skoðun, að hann hefði dáið
af hræðslu.
A heræHngTinni.
Jónas nýliði kom tíu mínútum of seint á heræfinguna. Lið-
þjálfinn leit á hann og sagði með ísköldu hæðnisglotti: „Jæja,
Jónas, það var gott, að þú komst. Við vorum orðnir hræddir um,
að þú hefðir samið sérfrið."
— The Efficiency Magazine.
Öfullkominn kvenmaður.
Bóndi einn á Austurlandi var i kaupstaðarferð, ásamt nokkr-
um grönnum sínum. Eitt af þeim erindum, sem hann þurfti að
reka, var að útvega sér kaupakonu.
Meðan þeir dvöldu í kaupstaðnum, hitti einn félagi hans hann
á götu og spurði, hvort hann væri búinn að fá kaupakonuna, og
játti bóndi því.
„Er það fullkominn kvenmaður?" spurði félaginn.
„Nei, hún mjólkar ekki,“ anzaði bóndi skjótt að vanda.