Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 49
FÁNI HLÁTURSINS
47
Allir gláptu á Henry Johnson.
Hann stakk þumalfingrunum
inn undir vestisboðungana
Hann var blátt áfram, jafnvel
kæruleysislegur í framgöngu.
„Jæja, herra minn. Það ligg-
ur þannig í málinu, að ég gat
ekki sofnað, þegar ég var hátt-
aður í gærkvöldi. Það sóttu á
:mig hugsanir. Það er eitthvað
bogið við heiminn, og það er
óþarfi að lesa blöðin, til þess að
komast að raun um, að svo er.
Það er ekki lengra en síðan í
gærmorgun, þegar ég var að
fara til vinnu, að ég mætti Jack
Bums, sem býr í næsta húsi við
okkur. Hann var líka að fara
til vinnu. Ég sagði: „Góðan dag-
inn, Jack. Yndislegur morg-
unn.“ Hann sagði þurrlega: „Er
það?“ Spölkorni lengra sá ég
konu, sem var að þvo glugga;
andlit hennar var eymdin upp-
máluð. Ég bauð henni ekki góð-
an dag, enda þótt ég þekki
hana vel. Ég býst við, að hún
hefði gelt að mér, ef ég hefði
gert það. En sagan er ekki öll.
Sumir af nágrönnum okkar eru
þannig á svipinn, að það er
óhugsandi, að þeir muni nokk-
um tíma geta hlegið. Ég sagði
því við sjáifan mig: „Svei þessu!
Skárri er það nú ræfils heimur-
inn!“ Og hvað er svo bogið við
hann? Þér lítið í morgunblöðin
og kvöldblöðin, ef þér kærið yð-
ur um að vita, hvað er að ger-
ast. Fimm mínútna lestur æp-
andi fyrirsagna — svo er óhætt
að henda blaðinu í ruslakörf-
una. Ég sagði við sjálfan mig:
„Að mér heilum og lifandi, ég
skil þetta ekki!“ Ég er ekki
neinn grasasni, herra minn. Ég
veit, hvaða þýðingu fánar hafa
og hvers vegna fólk veifar
þeim. AUir veifa fánum, aUa-
vega Utum. AUir em í einhverju
félagi, einhverjum flokki; jafn-
vel Hjálpræðishersfólk veifar
rauðum og svörtum fánum, af
því að það hatar syndina.
En fánamir em svo margir,
að allt fer í mghng. Það er þó
ekki mergurinn málsins. Konan
mín trúir öllu því, sem hún les,
og allir þessir fánaberar veifa
flöggum sínum, af því að þeir
hata eitthvað, ÖU veröldin er
full af hatri, ef ég mætti kom-
ast svo að orði, en hatrið er ekki
lengur hreint og ósvikið. Fólk
hatar nú á dögum, af því að það
er tízka; mikUl fjöldi manna
veit ekki einu sinni ástæðuna
fyrir hatrinu. Þeir veifa bara
fánum. Konan mín segir: „Sum-
ir em vitrir og aðrir em slæg-