Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 51
PÁNI HLÁTURSINS
49
Hlægið hátt, hlægið djúpt, látið
alla heyra ykkur hlægja, látið
allan heiminn heyra það, því að
það er eitt líkt með hlátri og
skarlatssótt — hann er smit-
andi.“ Ef menn hefðu farið eft-
ir orðum mínum, þá væri allur
heimurinn hlægjandi núna, í
stað þess að vera svona fýldur.
Og þegar ég kom í strætið,
sem er næst við okkar götu, þá
stöðvaðist umferðin, og fleira
og fleira fólk glápti á mig eins
og ég væri vitleysingur, sem
hefði sloppið út, eða fífl. Þá
kom þessi lögregluþjónn hérna
til mín og sagði: „Hver fjand-
inn gengur hér eiginlega á?“
Við vorum þarna klemmdir
saman í miðri þvögunni, og
stöðugt flykktist fleira fólk að.
Eg sagði því: „Þetta er allt í
lagi, lögregluþjónn — ég er
ekki að fremja neinn glæp, ég
er aðeins að kenna þessum blá-
bjánum að hlægja. Það er svq
langt síðan þeir hafa hlegið
duglega, að þeir geta það ekki.“
Hann sagði við mig: „Svo! Þú
þykist vera einhver spekingur,
en allt og sumt sem þú gerir,
er að stöðva umferðina." En
honum skjátlaðist. Ég sagði við
hann:
„Þama skjátlaðist yður, lög-
regluþjónn. Ég er ekki betur
gefinn en hver annar. Vitring-
arnir gaspra svo hátt í heimi
hér, að venjulegur maður eins
og ég, getur ekki látið til sín
heyra. Getið þér mótmælt því ?“
Ég sagði: „Hafið þér engar
hugsanir í kollinum?“ Þá varð
hann fokvondur og —“
„Gerið svo vel að gefa hljóð
í réttinum.“
Hláturinn dó út eins skyndi-
lega og hann hafði byrjað.
„Á ég kannske að standa hér
og hlusta á drukkinn vitfirr-
ing?“ sagði hann við mig.
„Komdu með mér á stöðina.“
„Sjáið nú til, lögregluþjónn,“
sagði ég, „það eruð þér en ekki
ég, sem valdið umferðartruflun.
Ég er á leið heim að fá mér te.“
„Hvað á allt þetta skraf um
hlátur að þýða?“ spurði hann.
„Ekkert,“ sagði ég, „nema að
það er litur hlátursins á fánan-
um mínum. Heyrðuð þér ekki,“
sagði ég, „um stóru, svörtu
drusluna, sem menn hafa stung-
ið í munn hlátursins? Svo er
mál með vexti, að um gervallan
heim —“
„Farið með þennan mann til
læknisskoðunar,“ sagði dómar-
inn hastur.