Úrval - 01.10.1943, Side 52
Einkennileg tilviljun.
Grein úr „Science Digest“,
eftir John Nesbitt.
VJ O R S KI landkönnuðurinn
^ ' Friðþjófur Nansen lagði 24.
júní 1893 af stað á litlu skipi
til að leita norðurpólsins.
Þeir komust aldrei alla leið,
en mörgum mánuðum seinna
sátu þeir fastir í ís og engin von
var til þess að skipið losnaði
nokkum tíma aftur.
Nansen, sem var þrekmenni í
sjón og raun, kallaði alla áhöfn-
ina á sinn fund og skýrði fyrir
mönnunum, hvernig komið væri.
„Það er um tvennt að velja,“
sagði hann. „Við getum haldið
kyrru fyrir í skipinu í þeirri
von, að það losni einhvern tíma
úr ísnum. í því eru vistir til
þriggja ára. Eða við getum lagt
gangandi af stað heim — yfir
meira en þúsund mílna torfama
ísbreiðu, sem er á sífelldri
hreyfingu, ýmist sundurbrotnir
jakar eða samfelld ísþekja.“
Hvað var þetta annað en að
ganga í opinn dauðann? Allir
skipverjar nema einn, kusu að
vera kyrrir í skipinu. Þessi
maður lagði af stað með Nansen
í hina ellefu hundrað mílna
löngu leið til Grænlandsbyggða.
Ekkert kort var til af ísbreið-
unni norður af Grænlandi. Þar
er eilíft frost og ísinn svo óslétt-
ur, að ekki er hægt að sjá nema
nokkur hundruð fet frá sér.
Náttúran er svo gjörsneydd
öllu lífi, að jafnvel ísbjörn getur
ekki þrifizt þar.
Á sumrin er sífelldur dagur,
aldrei nótt. Birtan er svo mikil,
að mjög er hætt við snjóblindu.
f júní 1896 voru þeir Nansen
og félagi hans búnir að borða
alla hundana sína, drekka hval-
iýsið af lömpunum og orðnir
örmagna af langvarandi hungri.
Þann 17. júní gafst félagi Nan-
sens alveg upp. Hann hneig nið-
ur, dró skinnhettuna fyrir and-
litið og lagðist til vefns.
Þeir áttu mörg hundruð mil-
ur ófarnar. Nansen kraup niður
við hlið félaga síns. Öll von var
úti.
En það er eins og sumir menn