Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 55
Bylting stendur fyrir dyrum
í lyflæknisfræSinni.
Saga sulfalyfjanna.
Grein úr „The American Mercury",
eftir Waldemar Kaempffert.
í ] M það bil hálf þriðja milljón
af hermönnum Napoleons
og frönsku byltingarinnar (1792
—1815) dóu í sjúkrahúsum, en
150 þús. féllu á vígvöllunum. 1
Krímstríðinu féllu 8250 Frakk-
ar, en 59815 dóu úr sjúkdómum.
I þrælastríði Bandaríkjanna
féllu 67058 af Norðurríkja-
mönnum á vígvöllunum, 43012
dóu af sárum, 224586 létust úr
sjúkdómum. Fram að fyrri
heimsstyrjöld voru þeir her-
menn ávallt fleiri, sem létust af
næmum sjúkdómum en hinir,
sem féllu fyrir byssukúlum. Nú
á dögum eru sjúkdómarnir við-
ráðanlegri og skurðlæknum
finnst það blettur á læknis-
heiðri sínum, ef sýking kemur í
sár þeirra hermanna, sem þeir
hafa skorið upp.
Hinir miklu sigrar læknis-
fræðinnar á vígvöllum yfir-
standandi heimsstyrjaldar eru
að nokkru leyti að þakka sulfa-
lyfjunum svonefndu. Áður en
notkun þeirra hófst var talið,
að ekki mættu líða meir en sex
klukkustundir frá því að maður
særðist þar til hann kæmist
undir læknishendur, ef um mikil
og ljót sár að ræða og
hann átti að fá fullan bata.
En nú bíða margir af hin-
um særðu miklu lengur, eftir
að þeir hafa fengið blóð-
vatn gegn stífkrampa inn í æð
og sulfanilamidduft í sárin. I
lyf japakka sérhvers hermanns í
Bandaríkjahernum er pakki með
átta töflum af sulfadiazine og
á pakkanum stendur: „Ef þú
særist, þá taktu strax inn það,
sem er í pakka þessum.“
Sulfalyfin eru annað og meira
en gagnslítil viðbót við allan
þann lyf jaf jölda, sem áður var í
notkun. Það er þeim að þakka,
að vísindin ráða nú við blóðeitr-
un, barnsfararsótt, skarlats-
sótt, heimakomu, lekanda,
lungnabólgu, miðeyrnabólgu,
og marga aðra sjúkdóma. Bylt-