Úrval - 01.10.1943, Page 57
SAGA SULFALYFJANNA
55
ákveðin litarefni lita ekki allan
vefnað jafnvel. Litarefni, sem
ekki gefur lit, ef ull er lituð með
því, er oft hægt að þvo burt úr
bómull eða silki. Þetta á eink-
um við um liti, sem unnir eru
úr koltjöru, enda eru þeir mjög
sérhæfir. Úr því að þessir litir
verka svona á þræði úr jurta-
og dýraríkinu, hvers vegna
skyldu þeir þá ekki verka eins
á sýkla og vefi ? Spurningin var
viturleg. Ehrlich var ekkert að
hugsa um afríkanska svefnsýki
eða sárasótt, þegar hann setti
þessa spurningu fram. Hann var
að hugsa um sýklana, vegna
þess, hve þeir sáust illa í smá-
sjánni. Ef hægt væri að finna
lit, sem litaði aðeins vissa teg-
und sýkla eða fruma, þá mundi
koma verulegur skriður á sýkla-
fræðina. Sýkillinn eða fruman
myndu skera sig úr eins og rauð
dula á grænu grasi. Eftir mikla
vinnu fann Ehrlich liti þá, er
hann leitaði að og benti á að-
ferðir, sem enn eru notaðar við
litun á sýklum og vefjum, er
skoða á í smásjá. Sýklafræðinni
fleygði fram og þar með grein-
ingu margra sjúkdóma.
Framangreindar uppgötvanir
hefðu nægt til þess að gera nafn
hvaða vísindamanns sem var
ódauðlegt. En Ehrlich bjó yfir
meiru. Ef litarefni getur valið
úr vissa gerð af frumum eða
bakteríum, litað þær, en látið
annað ósnert, hví þá ekki að
binda banvænt efni við litarefn-
ið? Litarefnið átti að læðast að
bráðinni, en hið banvæna, efni að
drepa hana. Af þessum bolla-
leggingum spratt árásin á sýkil
þann, sem veldur afríkönsku
svefnsýkinni og síðar fékk
gormsýkill sárasóttarinnar sömu
útreið. Litarefni, sem bundin
voru banvænum efnum, eltu
uppi sýklana, sem ollu báðum
þessum sjúkdómum. Frum-
skógarnir urðu öruggari fyrir
innflytjendur; hin aldagamla
ógn sárasóttarinnar var kveðin
niður.
Þar til fyrir tólf árum höfðu
litlar framfarir orðið í því að
hagnýta hugmyndir Ehrlichs.
Það var þó ekki af aðgerðar-
leysi. Ehrlich hafði prófað litar-
efni svo hundruðum skipti, áður
en hann fann hin réttu. En það
var algerlega tilviljun háð,
hvort slík leit bæri árangur eða
ekki. Þá skeði hið óvænta: sul-
fanilamid fannst. Lítt þekktur
austurrískur stúdent, P. Gelmo
að nafni, fann þetta efni 1908,
meðan Ehrlich var á kafi í rann-