Úrval - 01.10.1943, Síða 58
56
ÚRVAL
sóknum sínum. Gelmo sýndi
fram á efnafræðilega eiginleika
þessa efnasambands, varði
doktorsritgerð um það við Vín-
arháskóla, skrifaði um kenn-
ingu sína í efnafræðirit og
hvarf því næst í móðu aldanna.
Féll hann í síðustu heimsstyrj-
öld ? Það hefir ekkert heyrst
frá honum síðan. Vegna þess að
hann var efnafræðingur en ekki
sýklafræðingur, hafði hann ekki
minnstu hugmynd um, að hann
hefði gert uppgötvun, sem var
eins þýðingarmikil og aðferð
Ehrlichs við að sigrast á afrík-
önsku svefnsýkinni og sárasótt-
inni.
Enda þótt Gelmo hyrfi, og
kenning hans í efnafræðitíma-
ritinu vekti litla athygli, var
nafn hans ekki gleymt. Eitt
sinn, er vísindamenn við Rocke-
fellerstofnunina voru að blaða í
skrifum um efnafræði, rákust
þeir á efni Gelmos, fannst það
girnilegt til fróðleiks, bundu það
við kínín, en árangurinn varð
enginn. Efnafræðingar hjá
þýzka efnafræðihringnum rák-
ust einnig á ritgerð Gelmos,
ákváðu að reyna efnið, en aðeins
í sambandi við vefnaðarlitun.
Dr. Gerhard Domagk, forseti
meinafræðideildar þýzka efna-
fræðihringsins, fór nú að leggja
við hlustirnar. Setjum svo, að
þetta efnasamband Gelmos væri
bundið einhverju litarefni. Ef
til vill væri þá hægt að drepa
með því sýkla samkvæmt að-
ferðum Ehrlichs.
Eftir tilraunir, sem voru eins
yfirgripsmiklar og þær, er Ehr-
lich gerði í leit sinni að sérhæf-
um lyfjum gegn sárasótt og
svefnsýki, fannst rauðleitt litar-
efni, sem bundið var sulfanil-
amidi því, er Gelmo fann. Lækn-
ir nokkur að nafni Foester lýsti
því á læknaþingi, hvernig hon-
um hafði tekizt á undraverðan
hátt að lækna vonlaust tilfelli af
blóðeitrun í barni með efnasam-
bandi þessu. Enginn maður
veitti þessu sérstaka athygli.
Hvað hefir eitt tilfelli að segja,
þegar allt kemur til alls? Þýzki
efnafræðihringurinn vissi betur.
Hann byggði á hinum árangurs-
ríku dýratilraunum Domagks, er
ekkert hafði verið látið uppi um
opinberlega. Hringurinn tók
einkaleyfi á ,,Prontosili“, sem
var efnasamband Domaghs og
sendi læknunum efnið til
reynslu.
I Englandi voru gerðar víð-
tækar tilraunir til að lækna
barnsfararsótt með efni þessu