Úrval - 01.10.1943, Page 59
SAGA SULFALYFJANNA
5T
■og var árangurinn undraverður.
Enda þótt læknar og helztu
læknarit í enskumælandi lönd-
um væru í fyrstu vantrúuð á
mátt hins nýja efnis, breyttust
skoðanir manna fljótt við aukna
reynslu. Það var deginum ljós-
ara, að hægt var að gera fjölda
kúlulagaðra sýkla, svonefndra
cocca, óskaðlega, án þess að
sjúklingana sakaði hið minnsta.
Vegna þess að prontosil var
verndað með einkaleyfi, gat
þýzki efnahringurinn boðið
heiminum birginn. Það var ekki
um annað að ræða en annað
hvort að borga það verð, sem
hringurinn ákvað eða að deyja
úr blóðeitrun, barnsfararsótt
og öðrum sjúkdómum, er orsak-
ast af kúlusýklum (coccum).
Lyf, sem einkaleyfi eru á, hafa
aldrei verið vinsæl í læknisfræð-
inni. Var liægt að sneiða hjá
prontosil-einkaleyfinu ? Frönsk-
um efnafræðingum í Pasteur-
stofnuninni í París fannst pron-
tosil vera alltof margbrotið og
datt þeim í hug, hvort ekki væri
hægt að gera það einfaldara.
Þeir klufu prontosil og reyndu
hvern hluta fyrir sig. Sulfanil-
amid það, er Gelmo fann, sýndi
sig að vera hinn verkandi hluti.
Það losnaði blátt áfram úr sam-
bandi við prontosil í líkamanum.
Sulfanilamid var virkt, án þess
nokkurt sérhæft litarefni væri í
sambandi við það. Einkaleyfi,
sem áður en þessi uppfinning
var gerð, var ekki fallt fyrir
peninga varð þannig samstundis
einskis virði.
Nú eru fundin nokkur þúsund
sulfa-sambönd, en af þeim eru
ekki yfir tuttugu, sem koma að
nokkru gagni í læknisfræðinni.
Það er sjaldgæft nú orðið, að
sulfanilamid sé notað til inn-
gjafa vegna þess að það verkar
skaðlega á nýrun og fólk fær
af því uppsölu. Ef við heyrum
gctið um sulfanilamid í skurð-
stofunni eða á vígvöllunum, þá
er það vegna þess, að það er
notað í sár og reynist vel. Til
þess að lækna lungnabólgu,
barnsfararsótt, lekanda o. s. frv.
eru nú notuð önnur sulfasam-
bönd, sem ekki hafa eins skað-
leg áhrif á líkamann. Meðal
þeirra efna eru sulfapyridine,
sulfathiazole, sulfaguanidine og
sulfadiazine. Uppgötvun sulfa-
lyfjanna markar tímamót í
sögu læknisfræðinnar og marg-
ir sjúkdómar, sem áður reynd-
ust banvænir eru nú fyllilega
viðráðanlegir. En betur má, ef
duga skal. Læknavísindin eiga