Úrval - 01.10.1943, Side 60
58
tíRVAL
enn eftir að ráða niðurlögum
fjölda sjúkdóma, sem hrjá
mannkynið. Svo góðir sem lækn-
arnir okkar eru nú, þá eru þeir
enn hálfgerðir „töfralæknar".
Helminguiinn af starfsaðferð-
um þeirra er byggður á venjum
en ekki vísindum. Hið aldagamla
vígorð „læknisfræðin er jöfnum
höndum list og vísindi“, talar-
sínu máli. Við þörfnumst meiri
vísinda en minni listar á sviði
læknisfræðinnar. Enda þótt
efnafræði-lækningarnar (chemo-
therapy) séu enn á þroskaskeiði
eru þær fyrirboði nýrra tíma og
enn víðtækari framfara í læknis-
fræðinni.
Klíki að baki dottin.
Skriffinnskan þykir nokkuð hafa aukizt í Washington upp a,
síðkastið, og- er nú orðið mjög erfitt að fá æfðar 'vélritunar-
stúlkur þar.
En þær eru ekki af baki dottnar sumar, þó að þær skorti
æfinguna. Sagan segir að ein slík vélritunarstúlka hafi fengið
nefndarálit til vélritunar, sem leggja átti fyrir nefndarfund og
skyldi hún gera það í sjö afritum.
Eftir langt og lýjandi starf var hún loks búin, en þegar hún
fór að athuga afritin, tók hún eftir því að hún hafði snúið
kalkipappírnum öfugt í vélinni, þannig að á fjórum afritunum
var spegilskrift. En hún lét það ekki á sig fá, heldur skrifaði
hún neðan á hverja af þessum fjórum afritum, eftirfarandi
klausu: „Þessi afrit má hæglega lesa með spegli,“ og sendi þau
síðan á nefndarfundinn. — This Week.
Auglýsing.
I ,,Kurer“, blaði danska sjómannasambandsins, birtist fyrir
skömmu eftirfarandi auglýsing:
„Iðjusamur og áreiðanlegur maður, sem fær útborgað á föstu-
dögum, en er orðinn blankur á þriðjudögum, óskar eftir að kom-
ast í kynni við mann, sem fær útborgað á miðvikudögum, en er
orðinn blankur á laugardögum.“ — This Week.