Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 61
Kórenhúar eru „óvinir Japana nr. 1“.
Mestu skemmdarvargar í heimi.
Grein úr „The Star Weekly",
eftir Joseph Wechsberg.
OVISSNESKUR blaðamaður,
^ nýkominn heim frá Japan,
hefir skýrt frá svörum nokk-
urra áhrifamanna í Japan, er
hann lagði fyrir þá eftirfarandi
spurningu: „Hvem álítið þér
höfuðóvin Japana?“
Svörin voru ekki „Kínverjar“
eða „Bretar“ eða „Bandaríkja-
menn“. Flestir Japanamir svör-
uðu, að Kóreu-búar væru höfuð-
óvinir Japana.
Fyrir þremur árum spurði
ég Mamoin Shigemitsu, sendi-
herra Japana í London, hvort
japanskir embættismenn væru
ekki áhyggjufullir út af hinum
tíðu banatilræðum, sem þeim
væm sýnd í Kóreu. Sendiherr-
ann svaraði mjög kurteislega:
„Skemmdarvargar Kóreu eru
hættuiegustu menn í heimi.“
Það var ekki nærgætið af
mér, að leggja fyrir hann slíka
spurningu. Shigemitsu hefir tré-
fót. 1 apríl 1932 stóð hann og
horfði á sigurför japanska hers-
ins inn í Shanghai, ásamt fleiri
háttsettum mönnum. — Ungur
Kóreu-búi, Yoon Bong Kil, kast-
aði sprengju að þeim, með þeim
afleiðingum, að Shigemitsu
missti annan fótinn, Shirakawa
hershöfðingi, yfirmaður herj-
anna í Kína, lét lífið og fleiri
slösuðust meira eða minna.
Nú er Shigemitsu orðinn ut-
anríkismálaráðherra Japana.
Bæði hann og Tojo forsætisráð-
herra hafa góðar og gildar
ástæður til þess að hafa áhyggj-
ur út af Kóreu. í júní 1942
skaut Kóreu-maður nokkur af
skammbyssu á Tojo, en missti
marks og hæfði í hans stað Hir-
ota fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem særðist mikið. Lög-
reglan í Tokyo tók höndum 100
meðhmi úr leynifélagi Kóreu-
manna. — Foringjar þessarra
manna, sem flestir voru erlend-
is — í útlegð — ypptu aðeins
öxlum og sögðu: „Þaðerómögu-
legt að taka þá alla fasta.“
Kórea hefir alltaf verið
ótryggi hlekkurinn í japanska
8*