Úrval - 01.10.1943, Page 65
OLENKA
Smásaga
eftir Anton P. Tjekoff.
ALENKA, dóttir Plemyani-
koffs, uppgjafa háskóla-
kennara, sat á dyraþrepinu og
hafðist ekki að. Það var heitt
í veðri og flugurnar sveimuðu
og suðuðu kringum hana. Gott
var til þess að vita, að senn var
komið kvöld. Dökk regnský
grúfðu í austri, og öðru hverju
sleit dropa úr lofti.
Kúkin, sem bjó í hliðarálmu
hússins, stóð í garðinum og
starði til lofts. Hann rak úti-
skemmtistað og átti þaklaust
leikhús.
„Aftur,“ sagði hann örvænt-
ingarfullur, „rigning aftur.
Rigning, rigning, rigning! Rign-
ing á hverjum einasta degi! Það
er eins og máttarvöldin séu að
leggja mig í einelti. Mér væri
skárst að smeygja snöru yfir
höfuð mér og vera ekki að þrá-
ast þetta. Ég kemst á vonarvöl
— verð fyrir stórtjóni á hverj-
um degi.“
Hann gnúði hendur sínar og
hélt áfram að barma sér og
sneri máli sínu til Ólenku:
„Hvílíkt líf, Olga Semyon-
ovna! Þetta er þyngra en tár-
um taki. Ég þræla, ég geri allt,
sem ég get — meira en ég get,
ég geng fram af sjálfum mér,
vaki .allar nætur og hugsa og
hugsa og hugsa, hvemig allt
verði bezt gert. Og hver verð-
ur niðurstaðan? Hvergi á fólk
kost á jafn bráð-skemmtileg-
um söngleikjum, hvergi á öðr-
um eins bendingaleikjum, hvergi
sjást þvílíkir hstamenn. En
hver metur þetta? Alþýðan er
siðlaus. Alþýðan er smekklaus.
Almenningur vill hringleikja-
hús og skrípalæti og bull. Og
svo leggst veðrið á eitt með
fólkinu. Sjáðu! Regn á hverju
kvöldi. Það byrjaði að rigna 10.
maí, og það hefir ekki gengið á
öðru allan júnímánuð. Þetta er
hræðilegt. Engin manneskja
lætur sjá sig, en verð ég ekki
samt að borga skatta og vexti?
Verð ég ekki að borga lista-
mönnunum ?
Daginn eftir þokuðust bólgin
ský upp á himininn þegar leið