Úrval - 01.10.1943, Síða 68
66
ÚRVAL
kvold einhverjum leikflokki,
loddurum eða félögum.
Ölenka varð æ holdugri, og
ávallt var hún jafn ánægð. En
Kúkin varð sífellt horaðri og
fölari og barmaði sér þindar-
laust yfir stórfelldum töpum
sínum, þótt honum fénaðist
raunar vel. Hann hóstaði á
kvöldin, og hún gaf honum hind-
berjamauk og sítrónuvatn, úð-
aði á hann ilmvötnum og hlúði
mjúklega að honum voðum og
brekánum.
„Þú ert dýrasta hnossið, sem
ég hefi öðlazt,“ sagði hún með
miklum innileik og strauk hár
hans. „Þú ert svo indæll.“
Þegar hann fór til Moskvu á
pálmasunnudag til þess að
Ijúka þar viðskiptaerindum, gat
Ólenka ekki sofið um nætur. Þá
sat hún löngum við gluggann og
starði á stjömumar. Hún líkti
sjálfri sér við hænu, sem ekki
er í rónni, þegar ungar hennar
hafa smogið út úr hreiðrinu.
Kúkin tafðist í Moskvu. Hann
skrifaði henni og sagðist koma
aftur um páskadagana og ræddi
þegar um sumarstarfsemina i
bréfi sínu. En seint á páska-
kvöldið var drepið óhugnanlega
á dyr. Höggin hljómuðu eins og
barið væri í tóma tunnu: búmm,
búmm, búmm. Eldastúlkan þaut
til dyra, dauðsyfjuð og berfætt,
til þess að hafa tal af komu-
manni.
„Opnið dymar,“ drundi ein-
hver dimmri röddu. „Ég er með
símskeyti."
Ólenka hafði áður fengið
skeyti frá manni sínum. En í
þetta sinn varð hún samt ótta-
slegin. Hún reif símskeytið upp
skjálfandi höndum og las:
„fvan Petróvíts dó skyndilega
í gær. Stop. Bíð eftir fyrirmæl-
um um jardarförina þriðjudag.“
Þannig var skeytið stafað:
„jardarförina", og svo þetta
heimskulega orð: „Stop“. Sím-
skeytið var undirritað nafni for-
manns óperusambandsins.
„Elsku vinur minn!“ Ólenka
hristist af ekka. „Vanisja, ástin
mín, hjartað mitt. Hvers vegna
sáumst við nokkum tíma?
Hvers vegna kynntist ég þér og
batt við þig ástir? Hvers vegna
hefir þú yfirgefið Ólenku þína,
vesalings, ógæfusömu Ólenku
þína?“
Kúkin var grafinn á þriðju-
dag eftir páska í Vagankoff-
kirkjugarði í Moskvu. Ólenka
fór heim á miðvikudag, og und-
ir eins og hún var komin inn,
fleygði hún sér upp í hvílu og