Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 72
70
ÚRVAL
á kné og báðu guð að gefa þeim
börn.
Þannig lifðu Pustovaloffs-
hjónin í full sex ár í ást og ein-
ingu, friði og farsæld. En þá
bar svo til vetrardag einn, að
Vasily Andreyíts fór berhöfð-
aður út í viðargeymslurnar eftir
að hafa drukkið heitt te, kvef-
aðist og lagðist sjúkur. Hinir
beztu læknar önnuðust hann, en
sóttin elnaði, og eftir fjögurra
mánaða legu andaðist hann.
Ólenka var orðin ekkja á nýj-
an leik.
„Hví hefir þú yfirgefið mig,
yndið mitt?“ kveinaði hún eftir
útförina. „Hvernig get ég lifað
án þín, varnarlaus veslingur-
inn. Sjáið aumur á mér, gott
fólk, vorkennið mér, munaðar-
leysingjar, allir, sem einmana
eruð og yfirgefnir."
Hún klæddist svörtum kjól
og sorgarslæðu og hætti að nota
hatt og hanzka. Hún kom sjald-
an út fyrir húsdyr, nema þegar
hún fór til kirkju eða að gröf
manns síns. Hún lifði því nær
klausturlífi.
Það var eigi fyrr en að sex
mánuðum liðnum, að hún hætti
að bera sorgarslæðu og lauk
upp gluggahlerum hússins. Upp
frá því fór hún stöku sinnum
með eldastúlkunni á markaðs-
torgið á morgnana. En hvernig
hún hagaði sér heima og hvað
þar gerðist, vissi fólk ekki
nema af orðspori. Einhver kvitt-
ur hafði komið upp um það.
Hún hafði sézt drekka te með
herlækninum í garðinum að
húsabaki. Hann las þar upp-
hátt fyrir hana í blaði. Eitt
sinn hafði líka kunningjakona
hennar, sem hitti hana af til-
viljun í pósthúsinu, vikið sér að
henni og sagt:
„Það er engin læknisþjónusta
né heilbrigðiseftirlit í þessum
bæ. Það er ekki að furða, þótt
hér séu mikil veikindi. Manni
berast daglega fréttir af fólki,
sem hefir orðið veikt af mjólk
eða sýkzt af kúm og hrossum.
Það þarf ekki síður að hafa gát
á heilsu búpeningsins heldur
en fólksins."
Hún svaraði þessum ásökun-
um með orðalagi herlæknisins
og hélt fram skoðunum hans.
Það var augljóst, að hún gat
ekki lifað árlangt án trúnaðar-
vinar, og nú hafði gæfan opn-
að henni dyr í hliðarálmunni i
húsi hennar sjálfrar. Sérhver
önnur kona hefði verið dæmd
hart fyrir svona framferði. En
enginn gat áfellzt Ólenku. Það